Innlent

Sindri Freyr er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri Freyr Guðmundsson mætti hræðilegum sjúkdómi af einstöku æðruleysi.
Sindri Freyr Guðmundsson mætti hræðilegum sjúkdómi af einstöku æðruleysi.

Sindri Freyr Guðmundsson er látinn 26 ára gamall eftir langa baráttu við arfgenga heilablæðingu. Hann lætur eftir sig kærustuna Margréti Eyjólfsdóttur, þrjú börn auk þess sem Margrét gengur með þeirra fjórða barn.

Sindri Freyr vakti mikla athygli þegar hann sagði frá baráttu sinni við sjúkdóminn hræðilega í Íslandi í dag í ársbyrjun 2023. Ekki aðeins eigin hetjulegri baráttu heldur fleiri fjölskyldumeðlima. Móðir hans lést úr sjúkdómnum þegar Sindri var sjö ára.

Um helmingslíkur eru á að fólk í fjölskyldunni fái sjúkdóminn. Sindri tók þá ákvörðun þegar hann var fimmtán ára að fá að vita hvort hann væri með sjúkdóminn sem reyndist raunin.

Barátta Sindra við sjúkdóminn var æðrulaus. Hann lagði áherslu á að hann vildi ekki láta vorkenna sér. Frekar að fólk vissi hvernig málum væri háttað og hve erfið baráttan væri. Hann væri stoltur af sjálfum sér hvernig hann hefði tekist á við sjúkdóminn.

Hafdís Hildur Gunnarsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar segir hún að stofnaður hafi verið styrktarreikningur fyrir útfararkostnaði og öllu því sem huga þurfi að.

Nafn: Margrét Eyjólfsdóttir

Kennitala: 280995-2829

Reikningsnúmer: 0123-15-163075

„Minningin um elsku Sindra Freyr mun lifa áfram um ókomna tíð,“ segir Hafdís Hildur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×