Þess vegna er Halla Hrund efst Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:01 Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar