Vill kvittanir frá framboði Höllu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 22:56 Framboð Höllu Hrundar Logadóttur segir myndefnið fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Vísir/Vilhelm Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira