Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 23:26 Cassie Ventura þakkar fyrir þá umhyggju og ást sem henni hefur verið sýnd undanfarið. getty „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum. Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum.
Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09