Allir á eitt við erfiðar aðstæður: „Þetta tók alveg á“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 08:00 Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, hefur haft í nógu að snúast frá því að heimavöllur liðsins blasti svona við í apríl. Sauðárkróksvöllur, heimavöllur Tindastóls í Bestu deild kvenna, hefur munað fífil sinn fegurri. Miklar skemmdir urðu á vellinum vegna snjóþyngdar í vor en viðgerðarstarf gengur furðuvel. Það er ekki fáheyrt að gervigrasvellir verði gott sem ónothæfir ef þeim er ekki haldið við og meiðslahætta á til að myndast sé grasinu ekki skipt út reglulega. Það er þó ekki hægt að kenna aldri um aðstæðurnar sem nú eru uppi á Sauðárkróki. Tindastóll spilaði fyrsta leik tímabilsins á Sauðárkróksvelli en hann var þá tæplega spilhæfur. „Það sást alveg í þeim leik að það væri ekki hægt að spila á honum. En okkar maður, Jói Þórðar hafði þá setið á valtaranum í átta klukkustundum að jafna völlinn,“ segir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. Síðan þá hefur heimaleikur ekki farið fram á Sauðárkróki þar sem völlurinn er hreinlega ónothæfur. En hvað olli þessum gríðarmiklu skemmdum? „Það flæðir inn á völlinn þarna að vestanverðu, frá hlíðinni. Við erum við þannig aðstæður að það eru svokallaðar nafir fyrir ofan íþróttasvæðið okkar. Þetta var þokkalega vel snjóþungur vetur, eftir áramót sérstaklega. Það safnast rosa mikill snjór fyrir utan Nafir og svo eru gil þarna beint fyrir ofan gervigrasvöllinn, þar er eitt gilið sem safnast mjög mikið í af snjó,“ segir Adam. Vesturhluti vallarins skemmdist algjörlega vegna vatnsflóðsins sem fraus og þiðnaði til skiptis.Mynd/Ómar Bragi Stefánsson „Síðan kemur þessi hláka, vatnið leitar niður á við og niðurföllin sem eru þarna megin á vellinum áttu ekki séns í þetta. Þá flæðir bara inn á völlinn. Þetta var ekkert bara snjórinn úr þessu gili, heldur bara úr fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn sem fer þarna yfir Nafirnar og þá verða aðstæður sem við höfum ekkert lent í og enginn sá fram á,“ „Það var komið vatn yfir þrjá fjórðu af vellinum. Það var farið í allskonar aðgerðir að reyna að koma vatninu af vellinum en gúmmípúðinn var bara búinn að gefa sig. Vatnið frýs og þiðnar til skiptis og það gaf sig á endanum,“ bætir Adam við. Höfðu ekki í sér að rukka á völlinn Strax varð ljóst að skemmdirnar á vellinum yrðu ekki leystar yfir nótt. Það þurfti því að grípa til mikilla aðgerða. Liðið hefur leikið á Greifavellinum á Akureyri sem og heimavelli Dalvíkur í sumar auk þess að skipta á heimaleikjum við önnur lið. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif. Við höfum verið að ná því í gegn að skipta leikjum og fengið góða hjálp frá vinum okkar í KSÍ. Það er horft í það að menn skipti bara einum leik á tímabili en við erum í þeim aðstæðum að við lendum undir náttúruöflunum,“ Gríðarmikið magn vatns safnaðist á vellinum sem niðurföllin áttu ekki séns í, líkt og Adam orðar það.Mynd/Ómar Bragi Stefánsson „Við höfum fengið góðar undirtektir hjá KSÍ og andstæðingunum og erum gríðarlega þakklát fyrir það,“ segir Adam. Sem heimalið þurfti þá að fá alla sjálfboðaliða með á leikstað. „Þetta hefur auðvitað áhrif. Við þurfum að manna vellina þegar við erum heimalið. Við ferðuðumst með nokkrar stelpur með okkur til að vera boltasækjarar og taka allt starfsliðið með okkur. Við viljum frekar að fólkið elti liðið, eins og þegar við förum á Akureyri, eins og í leiknum við Fylki á Greifavellinum, þá höfðum við ekki í okkur að rukka fólk á völlinn,“ segir Adam. Ljóst er að kostnaðurinn er mikill af því að laga grasið en fylgir því ekki einnig kostnaður að leigja heimavöll af KA og Reyni/Dalvík? „Jú, einhver kostnaður. Það er ekkert sjálfgefið að við mætum eitthvað annað og borgum ekki neitt. Það er bara svoleiðis. Leiga og ekki leiga, það er þannig á milli félaga að ég kalla þetta varla leigu,“ Unnið er hörðum höndum að því að laga völlinn.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson „Ekki vill maður sleppa heimaleikjunum svo við höfum reynt að fá víxlanir í gegn. Það er ekki korter fyrir okkur að keyra á næsta völl. Þetta er alltaf einn og hálfur tími á Akureyri eða Dalvík,“ segir Adam. Æfa á hinum vallarhelmingnum Þetta hefur einnig áhrif á yngri flokka en síðustu helgi voru sjö bílar á flakki á mismunandi staði um landið með yngri lið Tindastóls. Allir þeir leikir áttu að vera heimaleikir en þess í stað þurfti að skipuleggja langferðir um allt land. En hefur þetta ekki mikil áhrif á æfingar? „Við höfum náð að æfa á öðrum helmingi vallarsins. Það hefur verið í góðu samstarfi við vallarstjórann. Það hefur allt náð að vinnast í góðu samstarfi að við æfum á öðrum helmingnum á meðan menn vinna á hinum. Við höfum náð að halda uppi öllum æfingum,“ segir Adam. Verktakar í bænum brugðust hratt við og samstarfið verið gott milli allra sem að koma.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson Fólk sé ýmsu vant á Króknum og oft æft á hálfum velli yfir veturinn þegar snjórinn safnast upp. Grasvöllurinn á svæðinu er þá langt í frá klár vegna sama snjóþunga. Frábær samvinna allra aðila Viðgerðunum miðar vel og Adam segir hjálp allra sem að koma vera ómetanlega. „Þetta er rúmlega einn fjórði vallarins, það er búið að fletta upp vellinum og fjarlægja gúmmíið. Þeir kláruðu í fyrradag að laga undirlagið og núna bíðum við eftir því að lagður verði nýr gúmmípúði. Þá verður búið að laga það sem skemmdist þarna í apríl. Restin af vellinum virðist hafa sloppið,“ Gúmmíið sem verktakinn átti dugði rétt svo fyrir því sem þurfti að endurnýja á vellinum.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson „Ástæðan fyrir því að við gátum lagfært völlinn núna er að við erum að versla við bæjarfyrirtæki. Annað þeirra átti til gúmmíið, rétt svo, þeir náðu að safna saman í þessa 1500 fermetra. Hitt fyrirtækið á grasið. Það vildi þannig til að þeir áttu nákvæmlega það sem við þurftum í grasið,“ segir Adam. „Þetta eru bara aðstæður sem við erum í og við þurfum bara að gera þetta. Við eigum frábæra styrktaraðila og í mjög góðu samstarfi við sveitarfélagið. Maður þarf stundum að vera ýtinn á hluti og ég var örugglega extra leiðinlegur í tíu daga á meðan var verið að keyra í gegn að fá svör frá viðgerðaraðilum. En upplýsingarflæðið er gott og við fögnum því að það hafi verið rokið strax í þetta,“ „Við erum með frábæra verktaka hérna í bænum sem keyra vel á þetta.“ Líkt og sjá má í bakgrunni er grasvöllurinn langt í frá tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar. Sauðkrækingar hafa því þurft að leita til Akureyrar og Dalvíkur.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson Leikið 1. júní og allt upp á við Allt á réttri leið vegna góðs samstarfs alla sem að koma. Völlurinn á að vera klár fyrir heimaleik hjá karlaliði Tindastóls þar næstu helgi. „Við erum að horfa á það að strákarnir spili hérna heimaleik 1. júní. Við sinnum þessu bara vel líkt og starfinu. Framtíðin er björt, við höfum aldrei verið með eins marga iðkendur og í vor. Við erum með 190 iðkendur í yngri flokkum sem ég tel ansi gott á miðað við að æfa úti,“ „Þetta tók alveg á að fara í þetta púsluspil og finna út úr því hvernig ætti að leysa þetta. Svo spurningar eins og hvað verður og verður spilað hérna í sumar. En þetta hafðist með góðu samstarfi allra aðila,“ segir Adam. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Það er ekki fáheyrt að gervigrasvellir verði gott sem ónothæfir ef þeim er ekki haldið við og meiðslahætta á til að myndast sé grasinu ekki skipt út reglulega. Það er þó ekki hægt að kenna aldri um aðstæðurnar sem nú eru uppi á Sauðárkróki. Tindastóll spilaði fyrsta leik tímabilsins á Sauðárkróksvelli en hann var þá tæplega spilhæfur. „Það sást alveg í þeim leik að það væri ekki hægt að spila á honum. En okkar maður, Jói Þórðar hafði þá setið á valtaranum í átta klukkustundum að jafna völlinn,“ segir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. Síðan þá hefur heimaleikur ekki farið fram á Sauðárkróki þar sem völlurinn er hreinlega ónothæfur. En hvað olli þessum gríðarmiklu skemmdum? „Það flæðir inn á völlinn þarna að vestanverðu, frá hlíðinni. Við erum við þannig aðstæður að það eru svokallaðar nafir fyrir ofan íþróttasvæðið okkar. Þetta var þokkalega vel snjóþungur vetur, eftir áramót sérstaklega. Það safnast rosa mikill snjór fyrir utan Nafir og svo eru gil þarna beint fyrir ofan gervigrasvöllinn, þar er eitt gilið sem safnast mjög mikið í af snjó,“ segir Adam. Vesturhluti vallarins skemmdist algjörlega vegna vatnsflóðsins sem fraus og þiðnaði til skiptis.Mynd/Ómar Bragi Stefánsson „Síðan kemur þessi hláka, vatnið leitar niður á við og niðurföllin sem eru þarna megin á vellinum áttu ekki séns í þetta. Þá flæðir bara inn á völlinn. Þetta var ekkert bara snjórinn úr þessu gili, heldur bara úr fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn sem fer þarna yfir Nafirnar og þá verða aðstæður sem við höfum ekkert lent í og enginn sá fram á,“ „Það var komið vatn yfir þrjá fjórðu af vellinum. Það var farið í allskonar aðgerðir að reyna að koma vatninu af vellinum en gúmmípúðinn var bara búinn að gefa sig. Vatnið frýs og þiðnar til skiptis og það gaf sig á endanum,“ bætir Adam við. Höfðu ekki í sér að rukka á völlinn Strax varð ljóst að skemmdirnar á vellinum yrðu ekki leystar yfir nótt. Það þurfti því að grípa til mikilla aðgerða. Liðið hefur leikið á Greifavellinum á Akureyri sem og heimavelli Dalvíkur í sumar auk þess að skipta á heimaleikjum við önnur lið. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif. Við höfum verið að ná því í gegn að skipta leikjum og fengið góða hjálp frá vinum okkar í KSÍ. Það er horft í það að menn skipti bara einum leik á tímabili en við erum í þeim aðstæðum að við lendum undir náttúruöflunum,“ Gríðarmikið magn vatns safnaðist á vellinum sem niðurföllin áttu ekki séns í, líkt og Adam orðar það.Mynd/Ómar Bragi Stefánsson „Við höfum fengið góðar undirtektir hjá KSÍ og andstæðingunum og erum gríðarlega þakklát fyrir það,“ segir Adam. Sem heimalið þurfti þá að fá alla sjálfboðaliða með á leikstað. „Þetta hefur auðvitað áhrif. Við þurfum að manna vellina þegar við erum heimalið. Við ferðuðumst með nokkrar stelpur með okkur til að vera boltasækjarar og taka allt starfsliðið með okkur. Við viljum frekar að fólkið elti liðið, eins og þegar við förum á Akureyri, eins og í leiknum við Fylki á Greifavellinum, þá höfðum við ekki í okkur að rukka fólk á völlinn,“ segir Adam. Ljóst er að kostnaðurinn er mikill af því að laga grasið en fylgir því ekki einnig kostnaður að leigja heimavöll af KA og Reyni/Dalvík? „Jú, einhver kostnaður. Það er ekkert sjálfgefið að við mætum eitthvað annað og borgum ekki neitt. Það er bara svoleiðis. Leiga og ekki leiga, það er þannig á milli félaga að ég kalla þetta varla leigu,“ Unnið er hörðum höndum að því að laga völlinn.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson „Ekki vill maður sleppa heimaleikjunum svo við höfum reynt að fá víxlanir í gegn. Það er ekki korter fyrir okkur að keyra á næsta völl. Þetta er alltaf einn og hálfur tími á Akureyri eða Dalvík,“ segir Adam. Æfa á hinum vallarhelmingnum Þetta hefur einnig áhrif á yngri flokka en síðustu helgi voru sjö bílar á flakki á mismunandi staði um landið með yngri lið Tindastóls. Allir þeir leikir áttu að vera heimaleikir en þess í stað þurfti að skipuleggja langferðir um allt land. En hefur þetta ekki mikil áhrif á æfingar? „Við höfum náð að æfa á öðrum helmingi vallarsins. Það hefur verið í góðu samstarfi við vallarstjórann. Það hefur allt náð að vinnast í góðu samstarfi að við æfum á öðrum helmingnum á meðan menn vinna á hinum. Við höfum náð að halda uppi öllum æfingum,“ segir Adam. Verktakar í bænum brugðust hratt við og samstarfið verið gott milli allra sem að koma.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson Fólk sé ýmsu vant á Króknum og oft æft á hálfum velli yfir veturinn þegar snjórinn safnast upp. Grasvöllurinn á svæðinu er þá langt í frá klár vegna sama snjóþunga. Frábær samvinna allra aðila Viðgerðunum miðar vel og Adam segir hjálp allra sem að koma vera ómetanlega. „Þetta er rúmlega einn fjórði vallarins, það er búið að fletta upp vellinum og fjarlægja gúmmíið. Þeir kláruðu í fyrradag að laga undirlagið og núna bíðum við eftir því að lagður verði nýr gúmmípúði. Þá verður búið að laga það sem skemmdist þarna í apríl. Restin af vellinum virðist hafa sloppið,“ Gúmmíið sem verktakinn átti dugði rétt svo fyrir því sem þurfti að endurnýja á vellinum.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson „Ástæðan fyrir því að við gátum lagfært völlinn núna er að við erum að versla við bæjarfyrirtæki. Annað þeirra átti til gúmmíið, rétt svo, þeir náðu að safna saman í þessa 1500 fermetra. Hitt fyrirtækið á grasið. Það vildi þannig til að þeir áttu nákvæmlega það sem við þurftum í grasið,“ segir Adam. „Þetta eru bara aðstæður sem við erum í og við þurfum bara að gera þetta. Við eigum frábæra styrktaraðila og í mjög góðu samstarfi við sveitarfélagið. Maður þarf stundum að vera ýtinn á hluti og ég var örugglega extra leiðinlegur í tíu daga á meðan var verið að keyra í gegn að fá svör frá viðgerðaraðilum. En upplýsingarflæðið er gott og við fögnum því að það hafi verið rokið strax í þetta,“ „Við erum með frábæra verktaka hérna í bænum sem keyra vel á þetta.“ Líkt og sjá má í bakgrunni er grasvöllurinn langt í frá tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar. Sauðkrækingar hafa því þurft að leita til Akureyrar og Dalvíkur.Mynd/Erlingur B. Jóhannesson Leikið 1. júní og allt upp á við Allt á réttri leið vegna góðs samstarfs alla sem að koma. Völlurinn á að vera klár fyrir heimaleik hjá karlaliði Tindastóls þar næstu helgi. „Við erum að horfa á það að strákarnir spili hérna heimaleik 1. júní. Við sinnum þessu bara vel líkt og starfinu. Framtíðin er björt, við höfum aldrei verið með eins marga iðkendur og í vor. Við erum með 190 iðkendur í yngri flokkum sem ég tel ansi gott á miðað við að æfa úti,“ „Þetta tók alveg á að fara í þetta púsluspil og finna út úr því hvernig ætti að leysa þetta. Svo spurningar eins og hvað verður og verður spilað hérna í sumar. En þetta hafðist með góðu samstarfi allra aðila,“ segir Adam.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira