Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 17:01 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í gær. Í dóminum segir að í málinu hafi verið deilt um endurkröfu konunnar á hendur manninum vegna krafna sem hún greiddi sem ábyrgðarmaður og veðþoli samkvæmt lánssamningi og veðskuldabréfi þar sem maðurinn var aðalskuldari. Ágreiningur aðila hafi í fyrsta lagi lotið að því hvort krafa konunnar væri fyrnd. Í öðru lagi væri deilt um hvort ábyrgð konunnar hafi fallið niður vegna samnings mannsin við kröfuhafa samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Í þriðja lagi hvort af fyrrgreindum lögum leiði að konan hafi ekki eignast endurkröfu á hendur manninum. Með dómi Landsréttar 12. október 2023 hafi niðurstaða héraðsdóms, um að fallast á kröfur konunnar, staðfest og maðurinn dæmdur til að greiða henni 1.700.000 krónur með dráttarvöxtum. Hæstiréttur hafi veitt áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi meðal annars um réttaráhrif greiðsluaðlögunar einstaklinga. Sömdu um að maðurinn myndi greiða skuldirnar Helstu málsatvik málsins hafi verið þau að fólkið hafi verið í hjúskap á árunum 2007 til 2010. Maðurinn hafi gefið út skuldabréf þann 28. febrúar 2006 til Sparisjóðs Hafnarfjarðar að fjárhæð 3.000.000 króna tryggt með veði í fasteign konunnar í Reykjavík. Bréfið hafi síðar komist í eigu Íslandsbanka hf. Veðið hafi verið flutt 29. september 2015 á aðra eign konunnar í Reykjavík. Maðurinn hafi einnig gert kaupleigusamning 15. maí 2007 um bifreið við Avant hf., síðar Landsbankann hf., sem nam 2.165.803 krónum og konan gengið í sjálfskuldarábyrgð á fullum efndum samningsins. Í kjölfar dóma Hæstaréttar á árinu 2010 og setningar breytingarlaga, sem breyttu ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu, hafi bílalánssamningurinn verið endurreiknaður. Með bréfi Landsbankans hf. 5. apríl 2014 hafi manninum verið tilkynnt að eftirstöðvar láns samkvæmt umræddum samningi næmu eftir endurútreikning 1.931.362 krónum. Við skilnað fólksins hafi það gert fjárskiptasamning 13. desember 2010. Þar hafi sagt að hvort þeirra bæri ábyrgð á þeim skuldum sem á þeim hvíldu. Tekið hafi verið fram að maðuinn myndi greiða skuldir samkvæmt fyrrnefndu veðskuldabréfi og bílalánssamningi. Fékk þriggja ára frest og níutíu prósent afskriftir Samkvæmt gögnum málsins hafi maðurinn greitt afborganir og vexti af veðskuldabréfinu til janúar 2010 en þá hafi bréfið farið í vanskil. Síðast hafi verið greitt af því 24. apríl 2013. Maðurinn hafi greitt afborganir og vexti samkvæmt bílalánssamningnum reglulega fram á árið 2008 en stopult eftir það. Síðasta afborgun hafi verið greidd 29. nóvember 2013. Maðurinn hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Umsóknin hafi verið samþykkt 3. október 2012 og umsjónarmaður samkvæmt ákvæði laganna skipaður 12. sama mánaðar. Vegna stöðu sinnar sem ábyrgðarmaður og veðþoli á umræddum skuldum áfrýjanda hafi konan fengið sent bréf frá umboðsmanni skuldara 17. október 2012 þar sem upplýst var að umsókn mannsins um greiðsluaðlögun hefði verið samþykkt. Hún hafi ekki fengið frekari upplýsingar um gerð eða efni samningsins. Endanlegt frumvarp umsjónarmanns til samnings um greiðsluaðlögun áfrýjanda hafi legið fyrir 7. mars 2013. Í grein 5.5 sem beri heitið „Kröfur tryggðar með ábyrgð þriðja aðila“ hafi verið taldar upp fjórar kröfur Landsbankans hf. og Íslandsbanka hf. á hendur manninum, þar á meðal kröfurnar tvær sem mál þetta lýtur að. Konan hafi verið tilgreind ábyrgðarmaður á þeim öllum en heildarfjárhæð krafna tryggðra með ábyrgð hennar hafi verið 13.027.487 krónur. Eftir endurreikning eftirstöðva bílalánsins hafi þessi fjárhæð lækkað í 12.279.716 krónur. Í málinu liggi fyrir að bankarnir tveir hafi ekki gengið að konunni vegna annarra krafna en fyrrgreinds bílalánssamnings og veðskuldabréfs. Í grein 6.3 í frumvarpinu hafi komið fram að ekki yrði greitt af samningskröfum á tímabili greiðsluaðlögunar og að kröfuhafar samþykktu að veita manninum 36 mánaða greiðslufrest. Í grein 6.4 hafi umsjónarmaður lagt til, í ljósi aðstæðna og til að tryggja að markmiðum laganna yrði náð sem og vegna félagslegrar stöðu skuldara, að manninum yrði veitt 90 prósent eftirgjöf af samningskröfum að greiðsluaðlögunartímabili loknu. Í grein 7 með heitinu „Önnur samningsatriði“ hafi verið tekið fram í að eftirgjöf krafna tæki einungis til skuldara en ekki til ábyrgðarmanna. Frumvarpið hafi verið samþykkt af hálfu Landsbankans hf. 8. mars 2013 og af hálfu Íslandsbanka hf. 12. sama mánaðar. Þurfti að borga til að leysa húsið úr veðböndum Að loknu greiðsluaðlögunartímabilinu hafi Landsbankinn hf. tilkynnt stefndu með bréfi 8. mars 2016 að áfrýjandi hefði fengið samþykktan samning um greiðsluaðlögun einstaklinga. Þar sem skuldbindingar sem féllu undir umræddan samning væru tryggðar með sjálfskuldarábyrgð hennar hafi hún verið krafin um greiðslu 1.866.685 króna vegna sjálfskuldaábyrgðar á efndum fyrrgreinds bílalánssamnings. Af þeim sökum hafi hún gefið út skuldabréf til Landsbankans hf. að fjárhæð 1.800.000 krónur 11. nóvember 2016. Samkvæmt skilmálum bréfsins skiptist höfuðstóll þess jafnt í A- og B-hluta. Hún hafi greitt höfuðstól A-hluta bréfsins, 900.000 krónur, auk vaxta og þar greindra gjalda með mánaðarlegum afborgunum á þriggja ára tímabili. A-hluti bréfsins hafi verið uppgreiddur 1. nóvember 2019 og B-hluti þess þá felldur niður. Til að leysa fasteign sína úr veðböndum samkvæmt áðurgreindu veðskuldabréfi hafi konan samið við Íslandsbanka hf. 18. ágúst 2016 um að greiða 800.000 krónur inn á skuld samkvæmt bréfinu. Konan hafi krafið manninn um endurgreiðslu 1.700.000 króna auk vaxta 19. maí 2021. Hann hafi hafnað endurkröfu hennar 2. júní 2021 þar sem krafan væri fyrnd. Hún hafi í kjölfarið höfðað mál 15. júlí 2021. Hélt því fram að konan hafi greitt umfram skyldu Í niðurstöðukafla Hæstaréttar um málsástæðu mannsins um fyrningu segir að síðustu greiðslur mannsins af veðskuldabréfinu og bílalánssamningnum hafi verið inntar af hendi árið 2013. Þar sem tíu ára fyrningarfrestur hafi ekki verið liðinn árið 2021, þegar málið var höfðað, væri kröfurnar ekki fyrndar. Að því frágengnu leysti Hæstiréttur úr deilu um það hvort konan hefði greitt bönkunum tveimur umfram skyldur sínar sem ábyrgðarmaður, sem myndi þýða að hún ætti ekki endurkröfu á hendur manninum. Í dóminum segir að maðurinn hafi borið fyrir sig að hann hafi efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum að fullu og kröfuhafar hans gefið eftir 90 prósent krafna sinna. Hafi skylda konunnar sem ábyrgðarmanns þar með einnig fallið niður samkvæmt þágildandi laga um greiðsluaðlögun. Hann hafi einnig vísað til meginreglna kröfuréttar þess efnis að gefi kröfuhafi aðalskuldara eftir kröfu á hendur honum að einhverju eða öllu leyti losni ábyrgðarmaður undan skuldbindingu sinni í sama mæli. Við mat á því hvort framangreindar meginreglur kröfuréttar skuli gilda um lok kröfuábyrgðar konunnar sem ábyrgðarmanns væri nauðsynlegt að líta til eðlis samnings þess um greiðsluaðlögun sem maðurinn gerði við kröfuhafa, einkum með tilliti til lagafyrirmæla. Greiðsluaðlögun lúti öðrum lögmálum Í dóminum segir að samningur um greiðsluaðlögun sé lögformlegt úrræði sem komið var á til að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar. Skilyrði greiðsluaðlögunar séu að einstaklingur sé ófær um að standa í skilum eða verði það um fyrirsjáanlega framtíð og sé þá litið til eðlis skulda og fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna hans að öðru leyti. Einstaklingar geti óskað eftir heimild umboðsmanns skuldara til að leita eftir greiðsluaðlögun með samningi við kröfuhafa. Að samþykktri umsókn þar um skipi umboðsmaður skuldara umsjónarmann. Samkvæmt fyrirmælum þeirra gefi umsjónarmaður út innköllun til kröfuhafa skuldarans. Að kröfulýsingarfresti liðnum útbúi umsjónarmaður frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun sem er lagt fyrir kröfuhafa til samþykktar innan þriggja vikna frests. Hafi kröfuhafi ekki lýst sig mótfallinn frumvarpinu áður en fresturinn rennur út teljist hann hafa samþykkt það. Eftir að samkomulagi er náð hefjist tímabil greiðsluaðlögunar sem skuli að jafnaði standa í eitt til þrjú ár. Samningur um greiðsluaðlögun geti falið í sér algjöra eftirgjöf skulda, hlutfallslega lækkun þeirra, greiðslufrest, greiðslu með hlutdeild í afborgunarfjárhæð eða breytt form greiðslu. Þá sé í lögunum að finna fyrirmæli þess efnis að efndir kröfu í samræmi við samning um greiðsluaðlögun hefðu sömu áhrif og ef krafan hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. 35. Sú lagalega umgjörð sem samningi um greiðsluaðlögun er samkvæmt framangreindu sett á grundvelli laga um greiðsluaðlögun frá árinu 2010, bæði um markmið og aðdraganda að gerð hans svo og reglur um samþykki kröfuhafa og réttaráhrif samnings, víki í veigamiklum atriðum frá því sem almennt gildir um frjálsa skuldaskilasamninga. Ólíkt tilgangi greiðsluaðlögunarsamnings geti frjáls samningur um skuldaskil haft önnur markmið, svo sem að skjóta traustari stoðum undir fjárhag skuldara til að tryggja áframhaldandi viðskipti en þá ætti að leita eftir aðild ábyrgðarmanns að skuldaskilasamningi. „Verður meðal annars í þessu ljósi ekki fallist á þá staðhæfingu áfrýjanda að ólögfestar meginreglur kröfuréttar um frjálsa skuldaskilasamninga skuli gilda um samning hans um greiðsluaðlögun við Íslandsbanka hf. og Landsbankann hf. þannig að ábyrgðarskuldbindingar stefndu hafi fallið niður,“ segir í dóminum. Á bara við um aðalskuldara Við gerð samnings mannsins um greiðsluaðlögun hafi svo verið mælt fyrir í lögunum að efndir kröfu í samræmi við samning um greiðsluaðlögun skyldu hafa sömu áhrif og ef krafan hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. Verði ekkert annað ráðið af orðum ákvæðisins eða öðrum ákvæðum laganna en að samningurinn taki aðeins til skuldbindinga þess sem greiðsluaðlögunar leitar, aðalskuldarans, en ekki til ábyrgðarmanna. Jafnframt verði að ætla að ákvæðið hafi aðeins þýtt að krafa teldist vera í skilum meðan tímabil greiðsluaðlögunar stóð yfir. Ekki hægt að beita lögunum afturvirkt Þá segir að til skoðunar komi hvort ábyrgð konunnar hafi verið fallin niður af öðrum ástæðum þegar hún greiddi kröfu bankanna tveggja. Í því sambandi hafi maðurinn vísað vísað til laga um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. Þar komi fram að þrátt fyrir nefnt ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira skuli nauðasamningur eða önnur eftirgjöf, þar með talinn nauðasamningur til greiðsluaðlögunar og samningur um greiðsluaðlögun sem kveður á um lækkun kröfu á hendur lántaka eða aðalskuldara, hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Ábyrgðarskuldbindingar konunnar á umræddum kröfum hafi stofnast fyrir gildistöku laganna, árin 2006 og 2007. Í dómum Hæstaréttar hafi verið staðfest að lögunum verði ekki beitt með afturvirkum hætti um ábyrgðir sem stofnuðust fyrir gildistöku þeirra, enda myndi það skerða kröfuréttindi á hendur ábyrgðarmönnum sem njóti verndar samkvæmt stjórnarskránni. Aðeins í þeim tilvikum þar sem ábyrgðarskuldbinding hefur stofnast eftir að lögin tóku gildi 4. apríl 2009 komi til álita að þau geti leitt til þess að eftirgjöf eða lækkun kröfu gagnvart aðalskuldara samkvæmt samningi um greiðsluaðlögun hafi sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Samkvæmt framangreindu hafi ábyrgð konunnar ekki fallið niður við samþykkt samnings kröfuhafa við manninn um greiðsluaðlögun og því sé hafnað þeirri málsástæðu mannsins að konan hafi greitt umræddar kröfur umfram skyldu. Sagði greiðsluaðlögunarsamninga gagnslausa með öllu öðlaðist konan endurkröfu Í dóminum segir að að fenginni niðurstöðu um að ábyrgð konunnar hafi ekki fallið niður við efndir mannsins á samningi um greiðsluaðlögun liggi fyrir að skera úr um hvort endurkrafa hennar, sem dómkrafa málsins lúti að, hafi stofnast á hendur manninum. Maðurinn hafi bent á að geti ábyrgðarmaður haft uppi endurkröfu á hendur einstaklingi sem gert hefur samning um greiðsluaðlögun við kröfuhafa um eftirgjöf krafna, verði slíkir samningar gagnslausir með öllu. Slíkt fyrirkomulag væri andstætt skýru markmiði laga um greiðsluaðlögun, sem fram komi í fyrstu grein þeirra, um að gera skuli einstaklingi kleift að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Konan hafi tekið fram að hún hafi enga aðkomu átt að gerð samnings mannsins við kröfuhafa þótt henni hafi verið tilkynnt að umsókn hans um greiðsluaðlögun hefði verið samþykkt. Henni hafi ekki orðið ljóst efni samningsins og eftirgjöf krafna á hendur manninum fyrr en hann var lagður fram við meðferð málsins í héraði. Hún hafi með engu móti gengist undir afsal á endurkröfu sinni á hendur manninum og í samningnum hafi ekkert komið fram um að hún ætti ekki endurkröfurétt ef hún greiddi til bankanna vegna ábyrgðarskuldbindinga sinna. Ekkert yrði heldur ráðið af lögunum um að endurkröfuréttur hennar hafi fallið niður. Löggjafanum heimilt að takmarka kröfuréttindi með lögum Í dóminum segir sú almenna regla gildi í kröfurétti að hafi ábyrgðarmaður greitt kröfu eignist hann að jafnaði samsvarandi endurkröfu á hendur aðalskuldara. Kröfuréttindi af því tagi njóti, rétt eins og kröfur á hendur ábyrgðarmönnum, verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Engu að síður sé löggjafanum heimilt að setja slíkum réttindum almennar takmarkanir með lögum sem byggist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum og að því tilskildu að lagaheimild sem takmarkar réttindi sé skýr. Í löggjöf hafi um langa hríð verið mælt fyrir um ýmsar sérreglur um tilvist eða lok kröfuréttinda sem fela í sér slíkar takmarkanir, þar með talið í ákvæðum um nauðasamninga, en réttaráhrif þeirra séu að mestu þau sömu og gilda um nauðasamning til greiðsluaðlögunar sem bætt var í lögin með lögum um breytingar á gjaldþrotaskiptalögum. Samkvæmt lögunum bindi nauðasamningur lánardrottna og þá sem í stað þeirra koma um samningskröfur þeirra og nauðasamningurinn hefur áhrif á. Þá er tekið fram að efndir kröfu í samræmi við ákvæði nauðasamnings hafi sömu áhrif og ef hún hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. Í skýrum fyrirmælum laga um gjaldþrotaskipti og fleira felist að nauðasamningur aðalskuldara nái einnig til endurkröfu ábyrgðarmanns. Af því leiði að hafi aðalskuldari greitt kröfuhafa samkvæmt nauðasamningi verði endurkröfu ekki beint að honum vegna þeirra eftirstöðva kröfunnar sem ábyrgðarmaður hefur þurft að standa skil á. Verði aðalskuldari því ekki krafinn um greiðslu umfram það sem leiðir af nauðasamningi, hvorki beint af kröfuhafa né ábyrgðarmanni. Sammála manninum en lagaheimild skorti Í dóminum segir að fallast verði á það með manninum að markmiði þess úrræðis að einstaklingur geri samning um greiðsluaðlögun um eftirgjöf krafna verði ekki náð ef honum á endanum verður gert að greiða endurkröfur ábyrgðarmanna. Á hinn bóginn verði ekki litið fram hjá því að í lögin skorti afdráttarlaus fyrirmæli þess efnis að samningurinn leiði til þess að endurkröfu konunnar verði ekki beint að honum, hliðstætt fyrrgreindu ákvæði gjaldþrotaskiptalaga hvað varðar réttaráhrif nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Slíkum fyrirætlunum verði ekki heldur fundinn staður í lögskýringargögnum með þágildandi lögum um greiðsluaðlögun eða öðrum ákvæðum þeirra laga. Vegna fyrirmæla eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar geti markmiðsskýring á ákvæðum laga um greiðsluaðlögun eða samanburðarskýring við fyrrgreint ákvæði laga um gjaldþrotaskipti ekki ein og sér orðið sjálfstæður grundvöllur slíkrar niðurfellingar á kröfuréttindum konunnar. Hefði löggjafanum verið í lófa lagið að mæla skýrt fyrir um slík réttaráhrif samnings um greiðsluaðlögun í þeirri ítarlegu löggjöf sem sett hefur verið þar um. „Eru því ekki efni til annars en að byggja niðurstöðu á þeirri almennu reglu kröfuréttar að stefnda hafi eignast endurkröfu á hendur áfrýjanda þegar hún sem ábyrgðarmaður greiddi kröfuhöfum umræddar kröfur á hendur honum.“ Maðurinn var því dæmdur til þess að greiða konunni 1,7 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 19. júní árið 2021. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni alls 1,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Í dómi Hæstaréttar segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en maðurinn flutti mál sitt sjálfur fyrir Hæstarétti. Þá greiðist málflutningsþóknun lögmanns konunnar, ein milljón króna, úr ríkissjóði vegna gjafsóknarleyfis. Dómsmál Hrunið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í gær. Í dóminum segir að í málinu hafi verið deilt um endurkröfu konunnar á hendur manninum vegna krafna sem hún greiddi sem ábyrgðarmaður og veðþoli samkvæmt lánssamningi og veðskuldabréfi þar sem maðurinn var aðalskuldari. Ágreiningur aðila hafi í fyrsta lagi lotið að því hvort krafa konunnar væri fyrnd. Í öðru lagi væri deilt um hvort ábyrgð konunnar hafi fallið niður vegna samnings mannsin við kröfuhafa samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Í þriðja lagi hvort af fyrrgreindum lögum leiði að konan hafi ekki eignast endurkröfu á hendur manninum. Með dómi Landsréttar 12. október 2023 hafi niðurstaða héraðsdóms, um að fallast á kröfur konunnar, staðfest og maðurinn dæmdur til að greiða henni 1.700.000 krónur með dráttarvöxtum. Hæstiréttur hafi veitt áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi meðal annars um réttaráhrif greiðsluaðlögunar einstaklinga. Sömdu um að maðurinn myndi greiða skuldirnar Helstu málsatvik málsins hafi verið þau að fólkið hafi verið í hjúskap á árunum 2007 til 2010. Maðurinn hafi gefið út skuldabréf þann 28. febrúar 2006 til Sparisjóðs Hafnarfjarðar að fjárhæð 3.000.000 króna tryggt með veði í fasteign konunnar í Reykjavík. Bréfið hafi síðar komist í eigu Íslandsbanka hf. Veðið hafi verið flutt 29. september 2015 á aðra eign konunnar í Reykjavík. Maðurinn hafi einnig gert kaupleigusamning 15. maí 2007 um bifreið við Avant hf., síðar Landsbankann hf., sem nam 2.165.803 krónum og konan gengið í sjálfskuldarábyrgð á fullum efndum samningsins. Í kjölfar dóma Hæstaréttar á árinu 2010 og setningar breytingarlaga, sem breyttu ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu, hafi bílalánssamningurinn verið endurreiknaður. Með bréfi Landsbankans hf. 5. apríl 2014 hafi manninum verið tilkynnt að eftirstöðvar láns samkvæmt umræddum samningi næmu eftir endurútreikning 1.931.362 krónum. Við skilnað fólksins hafi það gert fjárskiptasamning 13. desember 2010. Þar hafi sagt að hvort þeirra bæri ábyrgð á þeim skuldum sem á þeim hvíldu. Tekið hafi verið fram að maðuinn myndi greiða skuldir samkvæmt fyrrnefndu veðskuldabréfi og bílalánssamningi. Fékk þriggja ára frest og níutíu prósent afskriftir Samkvæmt gögnum málsins hafi maðurinn greitt afborganir og vexti af veðskuldabréfinu til janúar 2010 en þá hafi bréfið farið í vanskil. Síðast hafi verið greitt af því 24. apríl 2013. Maðurinn hafi greitt afborganir og vexti samkvæmt bílalánssamningnum reglulega fram á árið 2008 en stopult eftir það. Síðasta afborgun hafi verið greidd 29. nóvember 2013. Maðurinn hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Umsóknin hafi verið samþykkt 3. október 2012 og umsjónarmaður samkvæmt ákvæði laganna skipaður 12. sama mánaðar. Vegna stöðu sinnar sem ábyrgðarmaður og veðþoli á umræddum skuldum áfrýjanda hafi konan fengið sent bréf frá umboðsmanni skuldara 17. október 2012 þar sem upplýst var að umsókn mannsins um greiðsluaðlögun hefði verið samþykkt. Hún hafi ekki fengið frekari upplýsingar um gerð eða efni samningsins. Endanlegt frumvarp umsjónarmanns til samnings um greiðsluaðlögun áfrýjanda hafi legið fyrir 7. mars 2013. Í grein 5.5 sem beri heitið „Kröfur tryggðar með ábyrgð þriðja aðila“ hafi verið taldar upp fjórar kröfur Landsbankans hf. og Íslandsbanka hf. á hendur manninum, þar á meðal kröfurnar tvær sem mál þetta lýtur að. Konan hafi verið tilgreind ábyrgðarmaður á þeim öllum en heildarfjárhæð krafna tryggðra með ábyrgð hennar hafi verið 13.027.487 krónur. Eftir endurreikning eftirstöðva bílalánsins hafi þessi fjárhæð lækkað í 12.279.716 krónur. Í málinu liggi fyrir að bankarnir tveir hafi ekki gengið að konunni vegna annarra krafna en fyrrgreinds bílalánssamnings og veðskuldabréfs. Í grein 6.3 í frumvarpinu hafi komið fram að ekki yrði greitt af samningskröfum á tímabili greiðsluaðlögunar og að kröfuhafar samþykktu að veita manninum 36 mánaða greiðslufrest. Í grein 6.4 hafi umsjónarmaður lagt til, í ljósi aðstæðna og til að tryggja að markmiðum laganna yrði náð sem og vegna félagslegrar stöðu skuldara, að manninum yrði veitt 90 prósent eftirgjöf af samningskröfum að greiðsluaðlögunartímabili loknu. Í grein 7 með heitinu „Önnur samningsatriði“ hafi verið tekið fram í að eftirgjöf krafna tæki einungis til skuldara en ekki til ábyrgðarmanna. Frumvarpið hafi verið samþykkt af hálfu Landsbankans hf. 8. mars 2013 og af hálfu Íslandsbanka hf. 12. sama mánaðar. Þurfti að borga til að leysa húsið úr veðböndum Að loknu greiðsluaðlögunartímabilinu hafi Landsbankinn hf. tilkynnt stefndu með bréfi 8. mars 2016 að áfrýjandi hefði fengið samþykktan samning um greiðsluaðlögun einstaklinga. Þar sem skuldbindingar sem féllu undir umræddan samning væru tryggðar með sjálfskuldarábyrgð hennar hafi hún verið krafin um greiðslu 1.866.685 króna vegna sjálfskuldaábyrgðar á efndum fyrrgreinds bílalánssamnings. Af þeim sökum hafi hún gefið út skuldabréf til Landsbankans hf. að fjárhæð 1.800.000 krónur 11. nóvember 2016. Samkvæmt skilmálum bréfsins skiptist höfuðstóll þess jafnt í A- og B-hluta. Hún hafi greitt höfuðstól A-hluta bréfsins, 900.000 krónur, auk vaxta og þar greindra gjalda með mánaðarlegum afborgunum á þriggja ára tímabili. A-hluti bréfsins hafi verið uppgreiddur 1. nóvember 2019 og B-hluti þess þá felldur niður. Til að leysa fasteign sína úr veðböndum samkvæmt áðurgreindu veðskuldabréfi hafi konan samið við Íslandsbanka hf. 18. ágúst 2016 um að greiða 800.000 krónur inn á skuld samkvæmt bréfinu. Konan hafi krafið manninn um endurgreiðslu 1.700.000 króna auk vaxta 19. maí 2021. Hann hafi hafnað endurkröfu hennar 2. júní 2021 þar sem krafan væri fyrnd. Hún hafi í kjölfarið höfðað mál 15. júlí 2021. Hélt því fram að konan hafi greitt umfram skyldu Í niðurstöðukafla Hæstaréttar um málsástæðu mannsins um fyrningu segir að síðustu greiðslur mannsins af veðskuldabréfinu og bílalánssamningnum hafi verið inntar af hendi árið 2013. Þar sem tíu ára fyrningarfrestur hafi ekki verið liðinn árið 2021, þegar málið var höfðað, væri kröfurnar ekki fyrndar. Að því frágengnu leysti Hæstiréttur úr deilu um það hvort konan hefði greitt bönkunum tveimur umfram skyldur sínar sem ábyrgðarmaður, sem myndi þýða að hún ætti ekki endurkröfu á hendur manninum. Í dóminum segir að maðurinn hafi borið fyrir sig að hann hafi efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum að fullu og kröfuhafar hans gefið eftir 90 prósent krafna sinna. Hafi skylda konunnar sem ábyrgðarmanns þar með einnig fallið niður samkvæmt þágildandi laga um greiðsluaðlögun. Hann hafi einnig vísað til meginreglna kröfuréttar þess efnis að gefi kröfuhafi aðalskuldara eftir kröfu á hendur honum að einhverju eða öllu leyti losni ábyrgðarmaður undan skuldbindingu sinni í sama mæli. Við mat á því hvort framangreindar meginreglur kröfuréttar skuli gilda um lok kröfuábyrgðar konunnar sem ábyrgðarmanns væri nauðsynlegt að líta til eðlis samnings þess um greiðsluaðlögun sem maðurinn gerði við kröfuhafa, einkum með tilliti til lagafyrirmæla. Greiðsluaðlögun lúti öðrum lögmálum Í dóminum segir að samningur um greiðsluaðlögun sé lögformlegt úrræði sem komið var á til að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar. Skilyrði greiðsluaðlögunar séu að einstaklingur sé ófær um að standa í skilum eða verði það um fyrirsjáanlega framtíð og sé þá litið til eðlis skulda og fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna hans að öðru leyti. Einstaklingar geti óskað eftir heimild umboðsmanns skuldara til að leita eftir greiðsluaðlögun með samningi við kröfuhafa. Að samþykktri umsókn þar um skipi umboðsmaður skuldara umsjónarmann. Samkvæmt fyrirmælum þeirra gefi umsjónarmaður út innköllun til kröfuhafa skuldarans. Að kröfulýsingarfresti liðnum útbúi umsjónarmaður frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun sem er lagt fyrir kröfuhafa til samþykktar innan þriggja vikna frests. Hafi kröfuhafi ekki lýst sig mótfallinn frumvarpinu áður en fresturinn rennur út teljist hann hafa samþykkt það. Eftir að samkomulagi er náð hefjist tímabil greiðsluaðlögunar sem skuli að jafnaði standa í eitt til þrjú ár. Samningur um greiðsluaðlögun geti falið í sér algjöra eftirgjöf skulda, hlutfallslega lækkun þeirra, greiðslufrest, greiðslu með hlutdeild í afborgunarfjárhæð eða breytt form greiðslu. Þá sé í lögunum að finna fyrirmæli þess efnis að efndir kröfu í samræmi við samning um greiðsluaðlögun hefðu sömu áhrif og ef krafan hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. 35. Sú lagalega umgjörð sem samningi um greiðsluaðlögun er samkvæmt framangreindu sett á grundvelli laga um greiðsluaðlögun frá árinu 2010, bæði um markmið og aðdraganda að gerð hans svo og reglur um samþykki kröfuhafa og réttaráhrif samnings, víki í veigamiklum atriðum frá því sem almennt gildir um frjálsa skuldaskilasamninga. Ólíkt tilgangi greiðsluaðlögunarsamnings geti frjáls samningur um skuldaskil haft önnur markmið, svo sem að skjóta traustari stoðum undir fjárhag skuldara til að tryggja áframhaldandi viðskipti en þá ætti að leita eftir aðild ábyrgðarmanns að skuldaskilasamningi. „Verður meðal annars í þessu ljósi ekki fallist á þá staðhæfingu áfrýjanda að ólögfestar meginreglur kröfuréttar um frjálsa skuldaskilasamninga skuli gilda um samning hans um greiðsluaðlögun við Íslandsbanka hf. og Landsbankann hf. þannig að ábyrgðarskuldbindingar stefndu hafi fallið niður,“ segir í dóminum. Á bara við um aðalskuldara Við gerð samnings mannsins um greiðsluaðlögun hafi svo verið mælt fyrir í lögunum að efndir kröfu í samræmi við samning um greiðsluaðlögun skyldu hafa sömu áhrif og ef krafan hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. Verði ekkert annað ráðið af orðum ákvæðisins eða öðrum ákvæðum laganna en að samningurinn taki aðeins til skuldbindinga þess sem greiðsluaðlögunar leitar, aðalskuldarans, en ekki til ábyrgðarmanna. Jafnframt verði að ætla að ákvæðið hafi aðeins þýtt að krafa teldist vera í skilum meðan tímabil greiðsluaðlögunar stóð yfir. Ekki hægt að beita lögunum afturvirkt Þá segir að til skoðunar komi hvort ábyrgð konunnar hafi verið fallin niður af öðrum ástæðum þegar hún greiddi kröfu bankanna tveggja. Í því sambandi hafi maðurinn vísað vísað til laga um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. Þar komi fram að þrátt fyrir nefnt ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira skuli nauðasamningur eða önnur eftirgjöf, þar með talinn nauðasamningur til greiðsluaðlögunar og samningur um greiðsluaðlögun sem kveður á um lækkun kröfu á hendur lántaka eða aðalskuldara, hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Ábyrgðarskuldbindingar konunnar á umræddum kröfum hafi stofnast fyrir gildistöku laganna, árin 2006 og 2007. Í dómum Hæstaréttar hafi verið staðfest að lögunum verði ekki beitt með afturvirkum hætti um ábyrgðir sem stofnuðust fyrir gildistöku þeirra, enda myndi það skerða kröfuréttindi á hendur ábyrgðarmönnum sem njóti verndar samkvæmt stjórnarskránni. Aðeins í þeim tilvikum þar sem ábyrgðarskuldbinding hefur stofnast eftir að lögin tóku gildi 4. apríl 2009 komi til álita að þau geti leitt til þess að eftirgjöf eða lækkun kröfu gagnvart aðalskuldara samkvæmt samningi um greiðsluaðlögun hafi sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni. Samkvæmt framangreindu hafi ábyrgð konunnar ekki fallið niður við samþykkt samnings kröfuhafa við manninn um greiðsluaðlögun og því sé hafnað þeirri málsástæðu mannsins að konan hafi greitt umræddar kröfur umfram skyldu. Sagði greiðsluaðlögunarsamninga gagnslausa með öllu öðlaðist konan endurkröfu Í dóminum segir að að fenginni niðurstöðu um að ábyrgð konunnar hafi ekki fallið niður við efndir mannsins á samningi um greiðsluaðlögun liggi fyrir að skera úr um hvort endurkrafa hennar, sem dómkrafa málsins lúti að, hafi stofnast á hendur manninum. Maðurinn hafi bent á að geti ábyrgðarmaður haft uppi endurkröfu á hendur einstaklingi sem gert hefur samning um greiðsluaðlögun við kröfuhafa um eftirgjöf krafna, verði slíkir samningar gagnslausir með öllu. Slíkt fyrirkomulag væri andstætt skýru markmiði laga um greiðsluaðlögun, sem fram komi í fyrstu grein þeirra, um að gera skuli einstaklingi kleift að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Konan hafi tekið fram að hún hafi enga aðkomu átt að gerð samnings mannsins við kröfuhafa þótt henni hafi verið tilkynnt að umsókn hans um greiðsluaðlögun hefði verið samþykkt. Henni hafi ekki orðið ljóst efni samningsins og eftirgjöf krafna á hendur manninum fyrr en hann var lagður fram við meðferð málsins í héraði. Hún hafi með engu móti gengist undir afsal á endurkröfu sinni á hendur manninum og í samningnum hafi ekkert komið fram um að hún ætti ekki endurkröfurétt ef hún greiddi til bankanna vegna ábyrgðarskuldbindinga sinna. Ekkert yrði heldur ráðið af lögunum um að endurkröfuréttur hennar hafi fallið niður. Löggjafanum heimilt að takmarka kröfuréttindi með lögum Í dóminum segir sú almenna regla gildi í kröfurétti að hafi ábyrgðarmaður greitt kröfu eignist hann að jafnaði samsvarandi endurkröfu á hendur aðalskuldara. Kröfuréttindi af því tagi njóti, rétt eins og kröfur á hendur ábyrgðarmönnum, verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Engu að síður sé löggjafanum heimilt að setja slíkum réttindum almennar takmarkanir með lögum sem byggist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum og að því tilskildu að lagaheimild sem takmarkar réttindi sé skýr. Í löggjöf hafi um langa hríð verið mælt fyrir um ýmsar sérreglur um tilvist eða lok kröfuréttinda sem fela í sér slíkar takmarkanir, þar með talið í ákvæðum um nauðasamninga, en réttaráhrif þeirra séu að mestu þau sömu og gilda um nauðasamning til greiðsluaðlögunar sem bætt var í lögin með lögum um breytingar á gjaldþrotaskiptalögum. Samkvæmt lögunum bindi nauðasamningur lánardrottna og þá sem í stað þeirra koma um samningskröfur þeirra og nauðasamningurinn hefur áhrif á. Þá er tekið fram að efndir kröfu í samræmi við ákvæði nauðasamnings hafi sömu áhrif og ef hún hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu. Í skýrum fyrirmælum laga um gjaldþrotaskipti og fleira felist að nauðasamningur aðalskuldara nái einnig til endurkröfu ábyrgðarmanns. Af því leiði að hafi aðalskuldari greitt kröfuhafa samkvæmt nauðasamningi verði endurkröfu ekki beint að honum vegna þeirra eftirstöðva kröfunnar sem ábyrgðarmaður hefur þurft að standa skil á. Verði aðalskuldari því ekki krafinn um greiðslu umfram það sem leiðir af nauðasamningi, hvorki beint af kröfuhafa né ábyrgðarmanni. Sammála manninum en lagaheimild skorti Í dóminum segir að fallast verði á það með manninum að markmiði þess úrræðis að einstaklingur geri samning um greiðsluaðlögun um eftirgjöf krafna verði ekki náð ef honum á endanum verður gert að greiða endurkröfur ábyrgðarmanna. Á hinn bóginn verði ekki litið fram hjá því að í lögin skorti afdráttarlaus fyrirmæli þess efnis að samningurinn leiði til þess að endurkröfu konunnar verði ekki beint að honum, hliðstætt fyrrgreindu ákvæði gjaldþrotaskiptalaga hvað varðar réttaráhrif nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Slíkum fyrirætlunum verði ekki heldur fundinn staður í lögskýringargögnum með þágildandi lögum um greiðsluaðlögun eða öðrum ákvæðum þeirra laga. Vegna fyrirmæla eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar geti markmiðsskýring á ákvæðum laga um greiðsluaðlögun eða samanburðarskýring við fyrrgreint ákvæði laga um gjaldþrotaskipti ekki ein og sér orðið sjálfstæður grundvöllur slíkrar niðurfellingar á kröfuréttindum konunnar. Hefði löggjafanum verið í lófa lagið að mæla skýrt fyrir um slík réttaráhrif samnings um greiðsluaðlögun í þeirri ítarlegu löggjöf sem sett hefur verið þar um. „Eru því ekki efni til annars en að byggja niðurstöðu á þeirri almennu reglu kröfuréttar að stefnda hafi eignast endurkröfu á hendur áfrýjanda þegar hún sem ábyrgðarmaður greiddi kröfuhöfum umræddar kröfur á hendur honum.“ Maðurinn var því dæmdur til þess að greiða konunni 1,7 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 19. júní árið 2021. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni alls 1,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Í dómi Hæstaréttar segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en maðurinn flutti mál sitt sjálfur fyrir Hæstarétti. Þá greiðist málflutningsþóknun lögmanns konunnar, ein milljón króna, úr ríkissjóði vegna gjafsóknarleyfis.
Dómsmál Hrunið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira