Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 23. maí 2024 08:30 Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar