De Bruyne orðaður við nýtt félag í MLS Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 11:01 De Bruyne hefur sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikmönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Mike Hewitt/Getty Images Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu. The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira