Mættu ríðandi í skólann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2024 20:31 Þórunn Jónasdóttir skólastjóri Flóaskóla, ásamt þeim Benóný (t.v.) og Magnúsi Ögra, sem áttu hugmyndina að deginum, sem verður væntanlega hér eftir gerður að árlegum viðburði á vorin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum. Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira