Albert ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 10:51 Age Hareide valdi hóp fyrir leikina við Holland og England í dag. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira