Albert ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 10:51 Age Hareide valdi hóp fyrir leikina við Holland og England í dag. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira