Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 23:30 Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Einar Árnason Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00