Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 23:30 Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Einar Árnason Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Reykjavíkurflugvelli en þangað voru þá komnar tvær flugvélar af þeim fimm sem áætlað er að millilendi á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Fjöldi fólks mætti til að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Einar Árnason Þær eru allar af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, eins og herútgáfan kallast. Þær munu taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 80 ár liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum svokallaða. Þessi DC 3-vél var smíðuð til farþegaflugs árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni.Einar Árnason Þriðja flugvélin og sú frægasta í þessum leiðangri, sem nefnist „That’s All, Brother”, lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld. Fjórða vélin er strand í Narsarsuaq á Grænlandi vegna bilaðrar bensíndælu og fimmta vélin bíður sömuleiðis viðgerðar í Bandaríkjunum til að geta haldið för áfram. Jafnt ungir sem gamlir komu til að skoða flugvélarnar í kvöld.Einar Árnason Fyrir áhugamenn um sögu styrjaldarinnar og flugsöguna var hins vegar fagnaðarefni að sjá „That’s All, Brother” koma inn til lendingar í kvöld. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í stríðinu. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðargersemi. Flugvélarnar eru komnar á níræðisaldurinn, voru smíðaðar á árunum 1941 til 1944.Einar Árnason Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði þetta veislu fyrir flugáhugamenn. „Já, heldur betur. Þegar við sýnum og leyfum fólki að skoða þessar vélar í þessu návígi þá kemur alltaf fjöldi manns að skoða. Þetta er alveg frábært tækifæri til að sjá þessar sögufrægu vélar. Þeim fækkar kannski tækifærunum hér eftir því sem fram líða stundir að sjá þessar vélar í flughæfu ástandi og fljúgandi,” sagði Matthías. Flugvélarnar eru norðan við Loftleiðahótelið.Einar Árnason Það segir sitt um þróun mála að fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst, millilentu fimmtán þristar í Reykjavík. Núna er áformað að þeir verði aðeins fimm, af þeim hafa tveir bilað á leiðinni. „Þetta hefst nú allt vonandi fyrir rest. En það er rétt, þeim fer fækkandi. Þessvegna er kjörið tækifæri að mæta og skoða þessar vélar núna, bara í miklu návígi, að geta snert þær og skoðað þær bara í fyrstu persónu,” sagði Matthías. Flugvélin Placid Lassie, máluð með innrásarröndum D-dagsins 6. júní 1944.Einar Árnason Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra þriggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför klukkan 8:30 í fyrramálið, á miðvikudagsmorgni. Vonast er til að tvær þær síðustu, sem biluðu á leiðinni, skili sér til Íslands á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá forystuvél Normandí-innrásarinnar koma inn til lendingar fyrir fimm árum, í leiðangri til að minnast 75 ára afmælis D-dagsins:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00