Yfirvöld ábyrg fyrir dauða þúsunda einstaklinga sökum mengaðs blóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 11:44 Útgáfa skýrslunnar er mikill léttir fyrir þá sem hafa barist fyrir rannsókn málsins í fjölda ára. AP/Aaron Chown Yfir 3.000 manns af 30.000 eru látnir í Bretlandi eftir að hafa fengið „mengað“ blóð eða blóðhluta á árunum 1970 til 1998. Höfundur nýútkominnar skýrslu segir málið áfellisdóm yfir heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum og að draga hefði mátt verulega úr skaðanum. Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira