Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur með nýfæddum syni sínum en mætt í lyftingasalinn til að æfa. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira
Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira