Öfgar og ósannindi Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. maí 2024 23:58 Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innflytjendamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun