Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjátíu ára Íslandsmet sitt Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2024 13:03 Daníel Ingi gerði sér lítið fyrir og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki í gær. Hann tryggði sér um leið sæti á EM í róm og Norðurlandameistaratitilinn í langstökki. Vísir/Samsett mynd Fyrrverandi tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon grætur það ekki að hafa séð Íslandsmet sitt í langstökki, sem stóð í þrjátíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egilssyni í gær. Jón Arnar er sendi hamingjuóskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira