Gamli Íslandsvinurinn kraftaverkamaður í Mainz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:00 Bo Henriksen fagnar eftitr sigur Mainz um helgina en liðið hélt sæti sínu í deildinni þökk sé frábæru gengi eftir að hann tók við. Getty/Selim Sudheimer Það muna eflaust einhverjir eftir Bomber Bo, Dananum Bo Henriksen, sem spilaði með þremur íslenskum félögum á árunum 2005 til 2006. Nú er kappinn að gera góða hluti sem þjálfari og er kallaður kraftaverkamaður í Mainz. Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira