Leitin enn ekki borið árangur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 23:55 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er staðsettur nærri svæðinu þar sem þyrlunnar er leitað. AP Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira