Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 18. maí 2024 16:31 Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Blak Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar