Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Ástþór Magnússon skrifar 17. maí 2024 17:30 Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar