Nýtt sveitarfélag Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. maí 2024 15:30 Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Með sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Vestfjörðum úr níu í átta. Flest hafa sveitarfélögin þar vestra líklega verið 37 þegar byggðin var dreifð um allan kjálkann en fóru fækkandi upp úr 1960 þegar þéttbýli stækkuðu, fólki fækkaði og byggð varð strjálbýlli. Vor fyrir vestan Það má svo vissulega segja að það hafi verið byr í seglum samfélaga á Vestfjörðum undanfarin áratug. Ef horft er til síðustu þriggja áratuga má segja að það ríki meiri bjartsýni og þróttur nú en skynja mátti í upphafi þessarar aldar. Uppbygging nýrra atvinnugreina líkt og fiskeldis og ferðaþjónustu hafa komið inn með nýjan kraft og afleidd störf og íbúatalan vex á ný. Það hefur sannarlega átt við á Sunnanverðum kjálkanum. Það skiptir máli í uppsveiflu að sveitarfélög taki höndum saman og horfi í sömu átt þegar vel gengur, nýti kraftinn til að horfa til framtíðar. Þannig sköpum við framtíð fyrir komandi kynslóðir á svæðinu. Samgöngubætur mikilvægar Við sameiningu sveitarfélaga fækkar þó ekki kílómetrum á milli staða, sama hvað við leggjum sterkan ljósleiðara. Á síðust árum hefur verið lyft grettistaki í samgöngumálum á Vestfjörðum og má líta marga áratugi aftur til að finna sambærilegan framkvæmdakraft. Svo markmiðum um meiri samvinnu sveitarfélaga verði náð þurfa samgöngur að vera greiðar og öruggar. Víða er úrbóta þörf með tilliti til byggðaþróunar og daglegrar vinnusóknar. Við gerum kröfur um að samgöngur á svæðinu séu skilvirkar, öruggar og heilsárs. Um þetta getum við verið sammála. Fleiri jarðgöng þurfa að koma til, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán eru forsenda að bættu samfélagi og að sameiningar gangi vel fyrir sig. Ég óska íbúum á Sunnanverðum Vestfjörðum til hamingju með nýtt sveitarfélag, já það er vor fyrir vestan! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sveitarstjórnarmál Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Með sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Vestfjörðum úr níu í átta. Flest hafa sveitarfélögin þar vestra líklega verið 37 þegar byggðin var dreifð um allan kjálkann en fóru fækkandi upp úr 1960 þegar þéttbýli stækkuðu, fólki fækkaði og byggð varð strjálbýlli. Vor fyrir vestan Það má svo vissulega segja að það hafi verið byr í seglum samfélaga á Vestfjörðum undanfarin áratug. Ef horft er til síðustu þriggja áratuga má segja að það ríki meiri bjartsýni og þróttur nú en skynja mátti í upphafi þessarar aldar. Uppbygging nýrra atvinnugreina líkt og fiskeldis og ferðaþjónustu hafa komið inn með nýjan kraft og afleidd störf og íbúatalan vex á ný. Það hefur sannarlega átt við á Sunnanverðum kjálkanum. Það skiptir máli í uppsveiflu að sveitarfélög taki höndum saman og horfi í sömu átt þegar vel gengur, nýti kraftinn til að horfa til framtíðar. Þannig sköpum við framtíð fyrir komandi kynslóðir á svæðinu. Samgöngubætur mikilvægar Við sameiningu sveitarfélaga fækkar þó ekki kílómetrum á milli staða, sama hvað við leggjum sterkan ljósleiðara. Á síðust árum hefur verið lyft grettistaki í samgöngumálum á Vestfjörðum og má líta marga áratugi aftur til að finna sambærilegan framkvæmdakraft. Svo markmiðum um meiri samvinnu sveitarfélaga verði náð þurfa samgöngur að vera greiðar og öruggar. Víða er úrbóta þörf með tilliti til byggðaþróunar og daglegrar vinnusóknar. Við gerum kröfur um að samgöngur á svæðinu séu skilvirkar, öruggar og heilsárs. Um þetta getum við verið sammála. Fleiri jarðgöng þurfa að koma til, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán eru forsenda að bættu samfélagi og að sameiningar gangi vel fyrir sig. Ég óska íbúum á Sunnanverðum Vestfjörðum til hamingju með nýtt sveitarfélag, já það er vor fyrir vestan! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun