Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. maí 2024 17:33 Sigmundur spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í dag hvort eðlilegt væri að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum erlendis. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli brutust út þegar umdeild fjölmiðlalög voru samþykkt í Georgíu í fyrradag. Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, þar sem hún fundaði með stjórnvöldum, stjórnarandstöðunni og frjálsum félagssamtökum. Heimsóknin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu, en „rússnesku lögin“ sem samþykkt voru vekja upp alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. Sigmundur Davíð spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort það hefði verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hefði tekið þátt í mótmælum þar í landi, og þar með lýst afstöðu ríkisstjórnar Íslands. Hann spyr hvort „þetta sé eitthvað sem við getum átt von á, að ráðherrar landsins taki þátt í mótmælum í öðrum löndum?“ Taki ekki afstöðu gegn stjórnvöldum Bjarni svaraði því að Þórdís væri að taka þátt í sameiginlegri ferð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem að oft komi saman. Þetta eigi rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra ríkja. Þau séu ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem að eru uppi. „En það eru uppi áhyggjur af því að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun, séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla,“ sagði Bjarni
Georgía Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12. maí 2024 08:05
Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“