Katrín kann sig Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 16. maí 2024 11:01 - Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun