Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2024 19:47 Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra getur lögreglan fylgst með fólki án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Píratar segja ekki hægt að leyfa það án ítarlegs ytra eftirlits. Getty Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira