Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. maí 2024 13:51 Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Baiba Braže, utanríkisráðherra Lettlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, ásamt Salome Zourabichvili, forseta Georgíu. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Heimsókn ráðherranna til Georgíu kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Hægt væri að misnota þau til þess að þagga niður í fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum. Lögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir hávær mótmæli tugþúsunda Georgíumanna undanfarnar vikur. Þau eru í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa beitt óspart til þess að kæfa niður andóf og gagnrýna umfjöllun. Samkvæmt georgísku lögunum verða félagasamtök og fjölmiðlar sem fá fimmtung af tekjum sínum erlendis frá að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla. Ráðherrarnir áttu fundi með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnaranddstöðu og frjálsra félagasamtaka. Með ferðinni vilji ráðherrarnir sýna stuðning við Georgíu og íbúa landsins á vegferð þeirra í átt að frekari aðild að vestrænu samstarfi, bæði Evrópusamstarfi og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Georgía hlaut stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu í desember og hefur lengi unnið að aðild að Atlantshafsbandalaginu. Lagasetningin nú vekur alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa stutt dyggilega við vegferð Georgíu í átt að efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum, allar götur síðan þjóðin öðlaðist sjálfstæði á ný,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. „Við óttumst að nýsamþykkt lög um meint gagnsæi erlendra áhrifa muni hafa neikvæð áhrif á stöðu Georgíu í hinum frjálsa heimi og þá er hún í andstöðu við greinilegan meirihlutavilja georgísku þjóðarinnar líkt og viðbrögð almennings bera með sér. Við þessu vildum við bregðast, en valið er að lokum alltaf í höndum Georgíu.“ Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Heimsókn ráðherranna til Georgíu kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á föstudag þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin í Georgíu stríddu gegn evrópskum gildum og reglum. Hægt væri að misnota þau til þess að þagga niður í fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum. Lögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir hávær mótmæli tugþúsunda Georgíumanna undanfarnar vikur. Þau eru í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa beitt óspart til þess að kæfa niður andóf og gagnrýna umfjöllun. Samkvæmt georgísku lögunum verða félagasamtök og fjölmiðlar sem fá fimmtung af tekjum sínum erlendis frá að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla. Ráðherrarnir áttu fundi með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnaranddstöðu og frjálsra félagasamtaka. Með ferðinni vilji ráðherrarnir sýna stuðning við Georgíu og íbúa landsins á vegferð þeirra í átt að frekari aðild að vestrænu samstarfi, bæði Evrópusamstarfi og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Georgía hlaut stöðu umsóknarríkis um aðild að Evrópusambandinu í desember og hefur lengi unnið að aðild að Atlantshafsbandalaginu. Lagasetningin nú vekur alvarlegar spurningar um hvert landið stefnir, að mati utanríkisráðuneytisins. „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa stutt dyggilega við vegferð Georgíu í átt að efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum, allar götur síðan þjóðin öðlaðist sjálfstæði á ný,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningunni. „Við óttumst að nýsamþykkt lög um meint gagnsæi erlendra áhrifa muni hafa neikvæð áhrif á stöðu Georgíu í hinum frjálsa heimi og þá er hún í andstöðu við greinilegan meirihlutavilja georgísku þjóðarinnar líkt og viðbrögð almennings bera með sér. Við þessu vildum við bregðast, en valið er að lokum alltaf í höndum Georgíu.“
Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09