Halla þótti standa sig best Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2024 10:05 Halla Tómasdóttir stóð sig best í kappræðunum á RÚV á dögunum. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði þar sem spurt var hvaða frambjóðendur áhorfendum fannst standa sig best í kappræðunum. Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur og hökuðu flestir við Höllu Tómasdóttur. Í sömu könnun kemur fram að 39 prósent þjóðarinnar hafi horft á kappræðurnar, 28 prósent að hluta en 33 prósent horfðu ekki. Flestum eða 53 prósent svarenda fannst Halla Tómasdóttir standa sig best, 42 prósent völdu Baldur Þórhallsson, 40 prósent Katrínu Jakobsdóttur, 27 prósent Jón Gnarr, 23 prósent Höllu Hrund Logadóttur, 20 prósent Arnar Þór Jónsson, 16 prósent Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10 prósent Viktor Traustason, 6 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Helgu Erlu Þórisdóttur, 2 prósent Ástþór Magnússon Wium og 1 prósent Eirík Inga Jóhannsson. Halla Tómasdóttir, lengst til vinstri, þótti standa sig best í kappræðunum á RÚV þann 3. maí.Ungar athafnakonur Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best. Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best. Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 einstaklingar átján ára og eldri en svarhlutfall var 51,2 prósent. Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði þar sem spurt var hvaða frambjóðendur áhorfendum fannst standa sig best í kappræðunum. Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur og hökuðu flestir við Höllu Tómasdóttur. Í sömu könnun kemur fram að 39 prósent þjóðarinnar hafi horft á kappræðurnar, 28 prósent að hluta en 33 prósent horfðu ekki. Flestum eða 53 prósent svarenda fannst Halla Tómasdóttir standa sig best, 42 prósent völdu Baldur Þórhallsson, 40 prósent Katrínu Jakobsdóttur, 27 prósent Jón Gnarr, 23 prósent Höllu Hrund Logadóttur, 20 prósent Arnar Þór Jónsson, 16 prósent Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10 prósent Viktor Traustason, 6 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Helgu Erlu Þórisdóttur, 2 prósent Ástþór Magnússon Wium og 1 prósent Eirík Inga Jóhannsson. Halla Tómasdóttir, lengst til vinstri, þótti standa sig best í kappræðunum á RÚV þann 3. maí.Ungar athafnakonur Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best. Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best. Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 einstaklingar átján ára og eldri en svarhlutfall var 51,2 prósent. Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira