Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 19:31 Magnaður endasprettur tryggði Val sæti í úrslitum þriðja árið í röð. Vísir/Anton Brink Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. Leikurinn var í mjög miklu jafnvægi allan fyrri hálfleikinn en Valsmenn byrjuðu betur og komust sjö stigum yfir áður en Njarðvíkingar komust í gang og komust yfir 15-16 um miðjan fyrsta leikhluta. Jafnvægið var algjört og liðin skiptust á að eiga stigasprengjur og hafa yfirhöndina ía örfá augnablik. Staðan 27-29 fyrir gestina eftir lokaleikhlutann. Kristófer Acox að senda knöttinn í gegnum gjörðina af fítonskrafti.Vísir / Anton Brink Annar leikhluti var af sama meiði. Skipst var á því að eiga augnablikið og skipst var á körfum þó það hægðist á stigaskorinu. Staðan varð 44-46 þegar Dwayne Lautier skoraði og Chaz Williams stal boltanum og skilaði boltanum í körfuna þannig að staðan var 44-50 í hálfleik og ekki loku fyrir það skotið að þetta ætti eftir að verða spennandi. Ástþór Svalason og Þorvaldur Orri í baráttunniVísir / Anton Brink Valsmenn voru að ná í fullt af sóknarfráköstum í seinni hálfleik, 13 af 17 í heild, en náðu ekki að nýta sér það og þegar þeir voru að ná að stoppa gestina þá nýttu þeir sér það ekki að fullu til að ná Njarðvíkingunum. Njarðvíkingar náðu hinsvegar ekki að slíta sig frá heimamönnum þegar þeir náðu takti í sóknarleikinn. Fimm stiga munur var á liðunum fyrir fjórða leikhluta en Dwayne skoraði þrist þegar flautan gall og þetta leit ágætlega út fyrir Njarðvík. Milka og Dwayne að fagna hvor öðrumVísir / Anton Brink Njarðvík spilaði mjög vel fyrri hluta fjórða leikhlutans og fundu sig 11 stigum yfir þegar 5:18 var eftir af leiknum og Valur tók leikhlé. Öll stemmningin var með gestunum og græni hluti stúkunnar nötraði af gleði. Sú gleði átti eftir að snúast upp í andhverfu sína heldur betur. Hart barist í kvöld.Vísir / Anton Brink Valsmenn skoruðu sjö stig í röð og Njarðvík tók leikhlé. Þeir gátu ekki keypt sér körfu og tóku leikhlé þegar 3:44 voru eftir. Spretturinn átti eftir að lengjast og varð 15-0 og Njarðvík skoraði ekki nema eina körfu utan af velli síðustu fimm mínúturnar. Valur gerði ótrúlega vel og í lok leiksins þegar staðan var 82-79 náði Kristófer Acox í risastórt sóknarfrákast eftir að Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum. Boltinn fór aftur til Kristins sem fékk önnur tvö víti og kláraði leikinn nánast. Njarðvík setti niður þrist en allt kom fyrir ekki og Valsmenn fara í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð og etja kappi við Grindavík. Taiwo Badmus í kröppum dansiVísir / Anton Brink Atvik leiksins Atvik leiksins eru síðustu fimm mínúturnar og 18 sekúndurnar af leiknum sem Valur vann 18-4. Inni í þeim mínútum eru fjölmörg atvik sem hægt væri að tína til en sóknarfrákast Kristófers Acox trónir þar á toppnum. Stjörnur og skúrkar Valsmenn eru vel mannaðir þó að þeir hafi misst út mjög frambærilega leikmenn en í kvöld voru það Kristófer Acox og Kristinn Pálsson sem eru stjörnunar. Kristinn var stigahæstur, ásamt Taiwo Badmus, með 22 stig og Kristófer Acox skoraði 14 stig og náði í níu fráköst og það langmikilvægasta í leiknum. Kristinn Pálsson var frábær í kvöldVísir / Anton Brink Njarðvíkingar verða að taka á sig skúrkastimpilinn bara í heild sinni en þeir voru búnir að spila mjög vel í 35 mínútur en svo helltist svartnættið yfir þá og leikurinn rann úr greipum þeirra. Milka og Chaz Williams gátu verið ánægðir á köflum í kvöldVísir / Anton Brink Dómarar Dómararnir komust vel frá sínu verkefni í kvöld. Það hallaði á hvorugt lið, engar tæknivillur dæmdar og ekkert út á verk þeirra að setja. Stemmning og umgjörð Allt upp á 10! Frábær stemmning. Bæði stuðningslið geta gengið sátt frá borði. Ég er alveg viss um að desibelin hafi farið yfir hættumörk en það er eins og það á að vera. N1 höllin skartaði sínu besta og við fáum að njóta þess áfram þetta tímabilið. Milka og Kristófer í baráttunniVísir / Anton Brink Viðtöl Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. Leikurinn var í mjög miklu jafnvægi allan fyrri hálfleikinn en Valsmenn byrjuðu betur og komust sjö stigum yfir áður en Njarðvíkingar komust í gang og komust yfir 15-16 um miðjan fyrsta leikhluta. Jafnvægið var algjört og liðin skiptust á að eiga stigasprengjur og hafa yfirhöndina ía örfá augnablik. Staðan 27-29 fyrir gestina eftir lokaleikhlutann. Kristófer Acox að senda knöttinn í gegnum gjörðina af fítonskrafti.Vísir / Anton Brink Annar leikhluti var af sama meiði. Skipst var á því að eiga augnablikið og skipst var á körfum þó það hægðist á stigaskorinu. Staðan varð 44-46 þegar Dwayne Lautier skoraði og Chaz Williams stal boltanum og skilaði boltanum í körfuna þannig að staðan var 44-50 í hálfleik og ekki loku fyrir það skotið að þetta ætti eftir að verða spennandi. Ástþór Svalason og Þorvaldur Orri í baráttunniVísir / Anton Brink Valsmenn voru að ná í fullt af sóknarfráköstum í seinni hálfleik, 13 af 17 í heild, en náðu ekki að nýta sér það og þegar þeir voru að ná að stoppa gestina þá nýttu þeir sér það ekki að fullu til að ná Njarðvíkingunum. Njarðvíkingar náðu hinsvegar ekki að slíta sig frá heimamönnum þegar þeir náðu takti í sóknarleikinn. Fimm stiga munur var á liðunum fyrir fjórða leikhluta en Dwayne skoraði þrist þegar flautan gall og þetta leit ágætlega út fyrir Njarðvík. Milka og Dwayne að fagna hvor öðrumVísir / Anton Brink Njarðvík spilaði mjög vel fyrri hluta fjórða leikhlutans og fundu sig 11 stigum yfir þegar 5:18 var eftir af leiknum og Valur tók leikhlé. Öll stemmningin var með gestunum og græni hluti stúkunnar nötraði af gleði. Sú gleði átti eftir að snúast upp í andhverfu sína heldur betur. Hart barist í kvöld.Vísir / Anton Brink Valsmenn skoruðu sjö stig í röð og Njarðvík tók leikhlé. Þeir gátu ekki keypt sér körfu og tóku leikhlé þegar 3:44 voru eftir. Spretturinn átti eftir að lengjast og varð 15-0 og Njarðvík skoraði ekki nema eina körfu utan af velli síðustu fimm mínúturnar. Valur gerði ótrúlega vel og í lok leiksins þegar staðan var 82-79 náði Kristófer Acox í risastórt sóknarfrákast eftir að Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum. Boltinn fór aftur til Kristins sem fékk önnur tvö víti og kláraði leikinn nánast. Njarðvík setti niður þrist en allt kom fyrir ekki og Valsmenn fara í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð og etja kappi við Grindavík. Taiwo Badmus í kröppum dansiVísir / Anton Brink Atvik leiksins Atvik leiksins eru síðustu fimm mínúturnar og 18 sekúndurnar af leiknum sem Valur vann 18-4. Inni í þeim mínútum eru fjölmörg atvik sem hægt væri að tína til en sóknarfrákast Kristófers Acox trónir þar á toppnum. Stjörnur og skúrkar Valsmenn eru vel mannaðir þó að þeir hafi misst út mjög frambærilega leikmenn en í kvöld voru það Kristófer Acox og Kristinn Pálsson sem eru stjörnunar. Kristinn var stigahæstur, ásamt Taiwo Badmus, með 22 stig og Kristófer Acox skoraði 14 stig og náði í níu fráköst og það langmikilvægasta í leiknum. Kristinn Pálsson var frábær í kvöldVísir / Anton Brink Njarðvíkingar verða að taka á sig skúrkastimpilinn bara í heild sinni en þeir voru búnir að spila mjög vel í 35 mínútur en svo helltist svartnættið yfir þá og leikurinn rann úr greipum þeirra. Milka og Chaz Williams gátu verið ánægðir á köflum í kvöldVísir / Anton Brink Dómarar Dómararnir komust vel frá sínu verkefni í kvöld. Það hallaði á hvorugt lið, engar tæknivillur dæmdar og ekkert út á verk þeirra að setja. Stemmning og umgjörð Allt upp á 10! Frábær stemmning. Bæði stuðningslið geta gengið sátt frá borði. Ég er alveg viss um að desibelin hafi farið yfir hættumörk en það er eins og það á að vera. N1 höllin skartaði sínu besta og við fáum að njóta þess áfram þetta tímabilið. Milka og Kristófer í baráttunniVísir / Anton Brink Viðtöl
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum