Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:22 Semaglutide var upphaflega notað gegn sykursýki. Vísir/EPA Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira