Fury eldri blóðugur í aðdraganda sögulegs bardaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 22:01 John Fury elskar athygli. Getty Images/@MichaelBensonn John Fury, faðir hnefaleikakappans Tyson Fury, stal senunni í aðdraganda sögulegs hnefaleikabardaga Tyson og Oleksandr Usyk frá Úkraínu á laugardaginn kemur. Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans. Box Sádi-Arabía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira