NFL lið samdi við eineggja tvíbura sem spila sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 13:02 Jadon og Jaxon Janke eru hér með Garret Greenfield, sem var liðsfélagi þeirra í South Dakota State háskólaliðinu. Getty/ Justin Tafoya Tvíburarnir Jadon og Jaxon Janke fá nú tækifæri hjá NFL-liði þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir í nýliðavalinu í vor. Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira