„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2024 12:01 Arnar Guðjónsson gæti verið á leið í sinn síðasta leik með Stjörnuna í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45. Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45.
Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira