„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. maí 2024 22:03 Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður Blessing. vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira