„Höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. maí 2024 23:01 Mikel Arteta kampakátur. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sáttur með 0-1 sigur á Old Trafford í dag en vill þó ekki leyfa sér að fagna um of strax. „Ég er virkilega ánægður með úrslitin enda er allt undir. Við höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök alveg síðan í janúar. Við höfum þurft að halda áfram að vinna og vinna leiki burtséð frá hvað önnur lið hafa verið að gera.“ Leikmenn Manchester United gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að jafna leikinn undir lokin en jafntefli hefði þýtt að titilvon Arsenal hefði gufað upp. „Ég var mjög stressaður því við vissum hvað jafntefli myndi þýða. Mér fannst liðið vera á góðum stað fyrir leik og við byrjuðum leikinn vel með því að skora. En svo fórum við að spila varfærnislega og reyna að verja forskotið og vorum ekki sjálfum okkur líkir og mér líkaði það ekki. En við vörðumst vel og eftir að við náðum réttum takti í vörnina vorum við frábærir.“ Hann sagði að allir gerðu sér grein fyrir hvað væri í húfi fyrir lokaleikinn gegn Everton á sunnudaginn í næstu viku. „Það eru allir iðandi í skinninu. Við viljum fá að upplifa þetta augnablik saman en við þurfum líka að vinna fyrir því. Að eiga möguleika á að vinna deildina er partur af okkar ferðalagi. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn á hefðbundinn hátt eins og í hverri viku, reyna að vera á góðum stað og gera okkar besta til að leggja Everton að velli.“ Aðspurður hvort hann myndi halda með erkifjendunum í Tottenham þegar liðið tekur á móti Manchester City á þriðjudaginn fór hann undan í flæmingi. „Við vitum að við þurfum á því að halda [að þeir vinni] og að þeir eru mjög erfitt lið að spila við. Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum svo að vonandi geta þeir náð í sigur.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með úrslitin enda er allt undir. Við höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök alveg síðan í janúar. Við höfum þurft að halda áfram að vinna og vinna leiki burtséð frá hvað önnur lið hafa verið að gera.“ Leikmenn Manchester United gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að jafna leikinn undir lokin en jafntefli hefði þýtt að titilvon Arsenal hefði gufað upp. „Ég var mjög stressaður því við vissum hvað jafntefli myndi þýða. Mér fannst liðið vera á góðum stað fyrir leik og við byrjuðum leikinn vel með því að skora. En svo fórum við að spila varfærnislega og reyna að verja forskotið og vorum ekki sjálfum okkur líkir og mér líkaði það ekki. En við vörðumst vel og eftir að við náðum réttum takti í vörnina vorum við frábærir.“ Hann sagði að allir gerðu sér grein fyrir hvað væri í húfi fyrir lokaleikinn gegn Everton á sunnudaginn í næstu viku. „Það eru allir iðandi í skinninu. Við viljum fá að upplifa þetta augnablik saman en við þurfum líka að vinna fyrir því. Að eiga möguleika á að vinna deildina er partur af okkar ferðalagi. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn á hefðbundinn hátt eins og í hverri viku, reyna að vera á góðum stað og gera okkar besta til að leggja Everton að velli.“ Aðspurður hvort hann myndi halda með erkifjendunum í Tottenham þegar liðið tekur á móti Manchester City á þriðjudaginn fór hann undan í flæmingi. „Við vitum að við þurfum á því að halda [að þeir vinni] og að þeir eru mjög erfitt lið að spila við. Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum svo að vonandi geta þeir náð í sigur.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti