Mætti í eftirpartý og verður eftir í Malmö Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 16:48 Joost Klein var spáð nokkuð góðu gengi á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í gær. Þó varð ekkert úr því þar sem honum var vikið úr keppni vegna meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU. AP/Martin Meissner Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið. Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code. Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code.
Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira