Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 12:44 Starfsmenn Reykjavíkurborgar ætla að skoða hvort breyta þurfi regluverki við úthlutun plássa í sumarfrístund. Myndirnar eru úr safni, en frístundaheimilið Gulahlíð kemur málinu ekki beint við. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01