Um fimm prósent fjölskyldusameininga vegna flóttamanna og hælisleitenda Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 19:04 Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi vegna sameiningar fjölskyldna. Vísir/Vilhelm Fjöldi leyfa til fjölskyldusameiningar hefur meira en tvöfaldast síðasta rúma áratuginn. Langflest leyfin voru vegna aðstandenda Íslendinga. Rétt rúmlega fimm prósent leyfanna frá 2013 voru vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa. Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira