Um fimm prósent fjölskyldusameininga vegna flóttamanna og hælisleitenda Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 19:04 Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi vegna sameiningar fjölskyldna. Vísir/Vilhelm Fjöldi leyfa til fjölskyldusameiningar hefur meira en tvöfaldast síðasta rúma áratuginn. Langflest leyfin voru vegna aðstandenda Íslendinga. Rétt rúmlega fimm prósent leyfanna frá 2013 voru vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa. Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Alls voru gefin út 21.544 dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga frá 2013 til og með 2023 samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á tímabilinu. Þau voru innan við 1.500 á ári til 2017 en í fyrra voru þau 3.251 talsins. Fjöldi leyfanna endurspeglar ekki fjölda einstaklinga sem hafa fengið leyfi þar sem tölurnar ná einnig yfir endurnýjun dvalarleyfa. Einnig ná tölurnar yfir leyfi sem Útlendingastofnun hefur fallist á að veita en ekki útgefin leyfi. Þannig eru talin með leyfi sem einstaklingar sem eru ekki komnir til landsins hafa fengið samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tæplega sextíu prósent leyfanna sem Útlendingastofnun veitti undanfarin ellefu ár voru vegna aðstandenda Íslendinga, aðeins 12.500. Þar á eftir komu leyfi vegna aðstandenda atvinnuleyfishafa, um 16,2 prósent. Um tvöfalt fleiri leyfi vegna flóttamanna í fyrra en árið áður Fjölskyldusameiningar hælisleitenda og fólks sem nýtur alþjóðlegrar verndar eru hlutfallslega fáar á tímabilinu. Alls var 951 leyfi veitt vegna aðstandenda flóttamanna á þessum ellefu árum og 141 vegna aðstandenda mannúðarleyfishafa, flóttafólks frá Úkraínu og þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd. Samtals voru þau fimm prósent af veittum leyfum á tímabilinu. Leyfum vegna aðstandenda flóttamanna fjölgaði þó verulega í fyrra. Þá voru 419 leyfi veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar, meira en tvöfalt fleiri en árið áður. Í fyrra voru fjölskyldusameiningarleyfi vegna flóttamanna og mannúðarleyfishafa samtals um þrettán og hálft prósent af öllum veittum leyfum. Af einstökum þjóðernum voru flest leyfi vegna fjölskyldusameiningar veitt Filippseyingum á tímabilinu, alls 2.690. Þar á eftir komu Víetnamar, 2.513, og Bandaríkjamenn, 2.2122. Þá voru 1.829 leyfi veitt vegna Taílendinga.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira