Fótbolti

Stað­festir verst geymda leyndar­mál fót­boltans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kylian Mbappé er markahæsti leikmaður í sögu Paris Saint-Germain.
Kylian Mbappé er markahæsti leikmaður í sögu Paris Saint-Germain. getty/Richard Heathcote

Kylian Mbappé, fyrirliði franska fótboltalandsliðsins, hefur staðfest það sem allir vissu; að hann fari frá Paris Saint-Germain eftir tímabilið.

Þessi tíðindi hafa legið í loftinu síðustu mánuði og Mbappé staðfesti loks á samfélagsmiðlum í kvöld að hann myndi yfirgefa PSG í sumar. Hann leikur sinn síðasta heimaleik fyrir PSG á sunnudaginn. Liðið mætir þá Toulouse. PSG hefur þegar tryggt sér franska meistaratitilinn.

Allar líkur eru á því að Mbappé gangi í kjölfarið til liðs við Spánarmeistara Real Madrid.

Mbappé kom til PSG frá Monaco 2017. Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 255 mörk.

Á sjö tímabilum hjá PSG hefur Mbappé sex sinnum unnið franska meistaratitilinn. Honum tókst þó ekki að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu. Það var ljóst eftir 0-1 tap fyrir Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar á þriðjudaginn.

Verðandi samherjar Mbappés í Real Madrid mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley 1. júní.


Tengdar fréttir

„Mbappé kann ekki að vera hetja“

Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×