Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:02 Hollenski kafbáturinn HNLMS Dolfijn við Skarðsbakka í Reykjavík í dag. Kafbáturinn var notaður við æfingar á Atlantshafi undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars. Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024 NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47
NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57