Leita enn að þeim sem réðu barnabarninu bana Jón Þór Stefánsson skrifar 11. maí 2024 10:00 Ingunn Ása Ingvadóttir er amma Iyönnu Brown sem var skotin til bana í Detroit-borg í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Sá eða þeir sem urðu Iyönnu Brown að bana í júlímánuði í fyrra í Detroit-borg í Bandaríkjunum eru enn ekki fundnir. Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira