Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 13:41 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja en þar segir að svo virðist sem kerifsbilun hafi valdið þessu. Matvælastofnun greindi frá strokinu í dag. Fram hefur komið að þetta hafi uppgötvat á mándudag, þann sjötta maí. Þá kom í ljós að seiði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Í tilkynningu Samherja segir að seiðin hafi ekki verið sjógönguhæf. Samherji hafi tilkynnt um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila samdægurs. Þá hafi fyrirtækið eflt varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka. „Við fyrstu athugun virðist kerfisbilun í nýju eldiskerfi seiðastöðvar hafa valdið því að seiði soguðust í frárennsliskassa á eldiskeri og út um frárennslisrör, yfir í millibrunn og þaðan í settjörn. Sleppivarnir eru á þremur stöðum í frárennsliskerfi seiðastöðvar; á hverri eldiseiningu, í millibrunni og settjörn. Sleppivarnir á frárennsliskassa og millibrunni virðast ekki hafa virkað sem skyldi en þær hafa þegar verið yfirfarnar og efldar.“ Líkt og áður segir vill Samherji meina að um óverulegt magn seiða sé að ræða og að unnið sé að endurheimt þeirra úr settjörn í samráði við Matvælastofnun. Samhliða hafi verið unnið að orsakagreiningu og þá sé úrbótaáætlun þegar komin í framkvæmd. „Samherji fiskeldi hefur stundað landeldi í 25 ár án slíkra óhappa. Félagið vinnur eftir ströngum verklagsreglum og gæðastöðlum og leggur ríka áherslu á að stunda landeldi á sjálfbæran og öruggan hátt. Samherji fiskeldi harmar atvikið en strax var hafist handa við að rannsaka orsakir og hefja mögulegar úrbætur til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Landeldi Matvælaframleiðsla Norðurþing Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja en þar segir að svo virðist sem kerifsbilun hafi valdið þessu. Matvælastofnun greindi frá strokinu í dag. Fram hefur komið að þetta hafi uppgötvat á mándudag, þann sjötta maí. Þá kom í ljós að seiði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Í tilkynningu Samherja segir að seiðin hafi ekki verið sjógönguhæf. Samherji hafi tilkynnt um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila samdægurs. Þá hafi fyrirtækið eflt varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka. „Við fyrstu athugun virðist kerfisbilun í nýju eldiskerfi seiðastöðvar hafa valdið því að seiði soguðust í frárennsliskassa á eldiskeri og út um frárennslisrör, yfir í millibrunn og þaðan í settjörn. Sleppivarnir eru á þremur stöðum í frárennsliskerfi seiðastöðvar; á hverri eldiseiningu, í millibrunni og settjörn. Sleppivarnir á frárennsliskassa og millibrunni virðast ekki hafa virkað sem skyldi en þær hafa þegar verið yfirfarnar og efldar.“ Líkt og áður segir vill Samherji meina að um óverulegt magn seiða sé að ræða og að unnið sé að endurheimt þeirra úr settjörn í samráði við Matvælastofnun. Samhliða hafi verið unnið að orsakagreiningu og þá sé úrbótaáætlun þegar komin í framkvæmd. „Samherji fiskeldi hefur stundað landeldi í 25 ár án slíkra óhappa. Félagið vinnur eftir ströngum verklagsreglum og gæðastöðlum og leggur ríka áherslu á að stunda landeldi á sjálfbæran og öruggan hátt. Samherji fiskeldi harmar atvikið en strax var hafist handa við að rannsaka orsakir og hefja mögulegar úrbætur til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Landeldi Matvælaframleiðsla Norðurþing Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira