Grafa skoðanakannanir undan lýðræðinu? Guðlaugur Bragason skrifar 10. maí 2024 09:01 Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Guðlaugur Bragason Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar