Meintur fjárdráttur mikið áfall fyrir starfsfólk skólans Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Björn S. Lárusson sveitarstjóri segir að konunni hafi verið sagt upp störfum um leið og málið kom upp. Samsett Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér tæplega níu milljónir króna af fjármunum bæði grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð á tímabilinu 2016 til 2020. Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira