Dagur til umhugsunar Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2024 07:31 Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Evrópusambandið Íslenska krónan Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar