Uppgjörið og viðtöl: FH - Þróttur 1-0 | Sigurmark á 96. mínútu Dagur Lárusson skrifar 8. maí 2024 20:00 Vísir/Hulda Margrét Mikil dramatík var þegar FH fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Breukelen Woodard tryggði FH-ingum sigurinn með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fyrir leikinn var FH í áttunda sæti deildarinnar með þrjú stig á meðan Þróttur var sæti neðar með aðeins eitt stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur en það voru fá opin marktækifæri sem litu dagsins ljós. Þróttur var sterkari aðilinn en hvorugu liðinu tókst að skora og því var staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en þó heldur lítið um opin marktækifæri, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Á 66. mínútu fékk FH álitlega skyndisókn og Hildigunnur Ýr var við að sleppa ein í gegn en þá ákvað Lea Björt, sem var nýkomin inn á, að rífa í treyju hennar og brjóta á henni sem aftasti varnarmaður og fékk hún því rautt spjald. Þróttarar voru því einum færri í um hálftíma. Í uppbótartíma leiksins dróg heldur betur til tíðinda en hann byrjaði á því að Andrea Rán, leikmaður FH, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði flautað í flautu sína og voru liðin því jöfn í nokkrar mínútur. Það stefndi allt í að leikurinn myndi enda markalaus en þá fékk FH hornspyrnu. Hana tók Hildigunnur og náðu varnarmenn Þróttar að koma boltanum í burtu en þá fékk Hildigunnur boltann á ný, gaf hann fyrir, inn á markteig og þar lúrði Breukelen Woodard sem náði að pota boltanum í netið og tryggja FH sigurinn. Lokatölur í Kaplakrika því 1-0. Atvik leiksins Það er auðvitað aðeins eitt atvik sem kemur til greina og það var sigurmarkið á 96.mínútu. Stjörnunar og skúrkar Breukelen Woodard er að sjálfsögðu stjarna leiksins en hún hafði spilað virkilega vel allan leikinn, fram að markinu hennar í blálokin. Það er ekki hægt að velja skúrk í þessu leik. Leikmenn beggja liða lögðu sig alla fram og það var barátta og vilji sem einkenndi þennan leik Dómararnir Þeir stóðu sig með prýði og að mínu mati lítið hægt að kvarta undan þeirra ákvörðunum. Stemningin og umgjörð Stemningin var virkilega góð og voru áhorfendur að lifa sig inn í leikinn þrátt fyrir lítið um opin marktækifæri. Þetta verður ekki sætara en þetta Guðni Eiríksson á hliðarlínunni.vísir / anton brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir dramatískan sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. „Þetta verður ekki mikið sætara en þetta og það er því allir FH-ingar glaðir í dag,“ byrjaði Guðni að segja. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur hjá mínu liði. Mér fannst við leikmennirnir svo sannarlega berjast fyrir þessu og þær sýndu mikinn karakter, liðsheild, baráttu, dugnað og vilja,“ hélt Guðni áfram að segja. „Það er eitt að vinna en að gera það á þennan hátt, að skora mark í blálokin það gefur liðinu svo mikið. Þetta er mikið boost fyrir okkur fyrir komandi átök í deildinni þannig við eru öll mjög sátt,“ endaði Guðni á að segja. Svekktur fyrir hönd liðsins Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var svekktur í leikslok eftir tap síns liðs gegn FH í Bestu deild kvenna. „Mikið svekkelsi og ég er aðalega svekktur fyrir hönd liðsins að hafa lagt þessa vinnu á sig, spila prýðilegan leik og fá síðan ekkert út úr því,“ byrjaði Ólafur að segja. „Alveg þar til við verðum einum færri þá fannst mér við vera með yfirhöndina og við vorum sterkara liðið. En þegar markið kemur í lokin á auðvitað slökknar aðeins á okkur enda er það helvíti súrt að kyngja því,“ hélt Ólafur áfram að segja. „Ég finn til með liðinu mínu og eins og ég var að segja við þær inn í klefa að þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð þá bakka ég þær upp því þær sýndu það í kvöld að þær voru að leggja sig allar fram,“ endaði Ólafur á að segja. FH Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna
Mikil dramatík var þegar FH fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Breukelen Woodard tryggði FH-ingum sigurinn með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fyrir leikinn var FH í áttunda sæti deildarinnar með þrjú stig á meðan Þróttur var sæti neðar með aðeins eitt stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur en það voru fá opin marktækifæri sem litu dagsins ljós. Þróttur var sterkari aðilinn en hvorugu liðinu tókst að skora og því var staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en þó heldur lítið um opin marktækifæri, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Á 66. mínútu fékk FH álitlega skyndisókn og Hildigunnur Ýr var við að sleppa ein í gegn en þá ákvað Lea Björt, sem var nýkomin inn á, að rífa í treyju hennar og brjóta á henni sem aftasti varnarmaður og fékk hún því rautt spjald. Þróttarar voru því einum færri í um hálftíma. Í uppbótartíma leiksins dróg heldur betur til tíðinda en hann byrjaði á því að Andrea Rán, leikmaður FH, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði flautað í flautu sína og voru liðin því jöfn í nokkrar mínútur. Það stefndi allt í að leikurinn myndi enda markalaus en þá fékk FH hornspyrnu. Hana tók Hildigunnur og náðu varnarmenn Þróttar að koma boltanum í burtu en þá fékk Hildigunnur boltann á ný, gaf hann fyrir, inn á markteig og þar lúrði Breukelen Woodard sem náði að pota boltanum í netið og tryggja FH sigurinn. Lokatölur í Kaplakrika því 1-0. Atvik leiksins Það er auðvitað aðeins eitt atvik sem kemur til greina og það var sigurmarkið á 96.mínútu. Stjörnunar og skúrkar Breukelen Woodard er að sjálfsögðu stjarna leiksins en hún hafði spilað virkilega vel allan leikinn, fram að markinu hennar í blálokin. Það er ekki hægt að velja skúrk í þessu leik. Leikmenn beggja liða lögðu sig alla fram og það var barátta og vilji sem einkenndi þennan leik Dómararnir Þeir stóðu sig með prýði og að mínu mati lítið hægt að kvarta undan þeirra ákvörðunum. Stemningin og umgjörð Stemningin var virkilega góð og voru áhorfendur að lifa sig inn í leikinn þrátt fyrir lítið um opin marktækifæri. Þetta verður ekki sætara en þetta Guðni Eiríksson á hliðarlínunni.vísir / anton brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir dramatískan sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. „Þetta verður ekki mikið sætara en þetta og það er því allir FH-ingar glaðir í dag,“ byrjaði Guðni að segja. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur hjá mínu liði. Mér fannst við leikmennirnir svo sannarlega berjast fyrir þessu og þær sýndu mikinn karakter, liðsheild, baráttu, dugnað og vilja,“ hélt Guðni áfram að segja. „Það er eitt að vinna en að gera það á þennan hátt, að skora mark í blálokin það gefur liðinu svo mikið. Þetta er mikið boost fyrir okkur fyrir komandi átök í deildinni þannig við eru öll mjög sátt,“ endaði Guðni á að segja. Svekktur fyrir hönd liðsins Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var svekktur í leikslok eftir tap síns liðs gegn FH í Bestu deild kvenna. „Mikið svekkelsi og ég er aðalega svekktur fyrir hönd liðsins að hafa lagt þessa vinnu á sig, spila prýðilegan leik og fá síðan ekkert út úr því,“ byrjaði Ólafur að segja. „Alveg þar til við verðum einum færri þá fannst mér við vera með yfirhöndina og við vorum sterkara liðið. En þegar markið kemur í lokin á auðvitað slökknar aðeins á okkur enda er það helvíti súrt að kyngja því,“ hélt Ólafur áfram að segja. „Ég finn til með liðinu mínu og eins og ég var að segja við þær inn í klefa að þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð þá bakka ég þær upp því þær sýndu það í kvöld að þær voru að leggja sig allar fram,“ endaði Ólafur á að segja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti