Farangurinn flæktist fyrir Gísla: „Kom beint af flugvellinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2024 09:01 Gísli Þorgeir var ferskur, nýkominn af flugvellinum fyrir fyrstu æfingu. Vísir/Arnar Gísli Þorgeir Kristjánsson kom beint af Keflavíkurflugvelli á landsliðsæfingu í fyrradag en liðsfélagi hans Janus Daði Smárason var kominn töluvert fyrr á svæðið. Miklum farangri Gísla var um að kenna. „Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38
Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23