„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Þorleifur Ólafsson fer svekktur í sumarfrí löngu á undan áætlun. Nú tekur við vinna við að finna heimavöll næsta tímabil. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. „Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum