Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:30 Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis segir frumvarp um sanngirnisbætur það versta sem hann hafi séð. Það þurfi að leggja því alfarið til hliðar. Vísir/Einar Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“ Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“
Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28