Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 19:30 Van Dijk elskar Liverpool og vill vera áfram hjá félaginu. Joe Prior/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti